Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. júlí 2019 23:55 Aðgerðum er stýrt frá aðgerðarstjórnstöðinni á Selfossi. Vísir/Jói K Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi segir á fimmta tug björgunarsveitamanna á tólf ökutækjum vinna að leit á hjónum á Kjalvegi sem nú stendur yfir. Tilkynning um að hjónin hefðu ekki skilað sér til sona sinna í Gíslaskála barst á tíunda tímanum í kvöld. Fjölskyldan hafði verið saman á göngu en hjónin ákveðið að taka auka krók, en villst. Náðu þau símasambandi við syni sína en vissu ekkert um staðsetningu sína. „Veðrir er þungt, hiti um níu gráður og fólkið ekki talið vel búið, þannig það er nú ekki gott fyrir þau að vera þarna lengi í viðbót.“ Hjónin eru belgísk og ekki talin búin fyrir meira en létta göngu. Frímann segir aðstæður til leitar ekki vera eins og best verður á kosið. „Þetta er erfitt yfirferðar þetta svæði, það er hraun þarna. En það eru ákveðnar hestagötur og við erum að reyna að þræða þær á fjórhjólum. Við höfum trú á því að göngufólk haldi sig á slóðum þannig að við þræðum alla slóða á svæðinu. Við erum með ákveðnar vísbendingar um á hvaða svæði þau eru,“ segir Frímann. Spurður að því með hvaða hætti fólkið getur gert vart við sig segir Frímann björgunarsveitirnar nú framkvæma það sem kallast hljóðleit. „Keyrt er um svæðið með sírenur og blá ljós og þau láta vita ef þau verða vör við ljós eða hljóðmerki. Ef þau verða vör við eitthvað þá stoppa bílarnir og kveikja á ljósi og hljóðum einn af öðrum, þannig að við getum staðsett þau í námunda við hvar þau eru.“ Frímann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort kalla eigi til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við leitina, en hann segir að nú verði bætt í þann hóp sem sinnir leitinni. Árneshreppur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi segir á fimmta tug björgunarsveitamanna á tólf ökutækjum vinna að leit á hjónum á Kjalvegi sem nú stendur yfir. Tilkynning um að hjónin hefðu ekki skilað sér til sona sinna í Gíslaskála barst á tíunda tímanum í kvöld. Fjölskyldan hafði verið saman á göngu en hjónin ákveðið að taka auka krók, en villst. Náðu þau símasambandi við syni sína en vissu ekkert um staðsetningu sína. „Veðrir er þungt, hiti um níu gráður og fólkið ekki talið vel búið, þannig það er nú ekki gott fyrir þau að vera þarna lengi í viðbót.“ Hjónin eru belgísk og ekki talin búin fyrir meira en létta göngu. Frímann segir aðstæður til leitar ekki vera eins og best verður á kosið. „Þetta er erfitt yfirferðar þetta svæði, það er hraun þarna. En það eru ákveðnar hestagötur og við erum að reyna að þræða þær á fjórhjólum. Við höfum trú á því að göngufólk haldi sig á slóðum þannig að við þræðum alla slóða á svæðinu. Við erum með ákveðnar vísbendingar um á hvaða svæði þau eru,“ segir Frímann. Spurður að því með hvaða hætti fólkið getur gert vart við sig segir Frímann björgunarsveitirnar nú framkvæma það sem kallast hljóðleit. „Keyrt er um svæðið með sírenur og blá ljós og þau láta vita ef þau verða vör við ljós eða hljóðmerki. Ef þau verða vör við eitthvað þá stoppa bílarnir og kveikja á ljósi og hljóðum einn af öðrum, þannig að við getum staðsett þau í námunda við hvar þau eru.“ Frímann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort kalla eigi til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við leitina, en hann segir að nú verði bætt í þann hóp sem sinnir leitinni.
Árneshreppur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41