Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2019 12:59 Vænn lax á Haug hitch í Víðidalsá í gærmorgun. Mynd: Iceland Outfitters Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og vatnsleysi virðist samt sem áður eins og það komi einhver skot til að halda veiðimönnum við efnið. Það sem af er þessu tímabili hefur til að mynda verið erfitt í Víðidalsá eins og annars staðar bæði vegna minna vatns en menn eru vanir á þessum árstíma en líka virðist sem laxinn sé að skila sér aðeins seinna en undanfarin ár. Það skal þó hafa í huga að þetta er frekar "normið" heldur en hitt og með það sjónarmið þá má alveg segja að tímabilið sé bara að fara í gang í Víðidalsá. Á góðum dögum koma þó skot inn á milli og í gær fengu veiðimenn sem eru við ánna undir leiðsögn Stefáns Sigurðssonar hjá Iceland Outfitters einn gott skot í gærmorgun þegar þeir lönduðu tíu löxum og þar af fimm stórlöxum sem allir tóku Haug á hitch. Það er fátt eins gaman og að sjá viðbrögðin þegar hitch fluga fer yfir veiðistað og svo ég tali ekki um þegar hann rífur í hana og baráttan hefst. Það er vonandi meira af góðum fréttum á leiðinni úr ánum fyrir norðan. Mest lesið Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og vatnsleysi virðist samt sem áður eins og það komi einhver skot til að halda veiðimönnum við efnið. Það sem af er þessu tímabili hefur til að mynda verið erfitt í Víðidalsá eins og annars staðar bæði vegna minna vatns en menn eru vanir á þessum árstíma en líka virðist sem laxinn sé að skila sér aðeins seinna en undanfarin ár. Það skal þó hafa í huga að þetta er frekar "normið" heldur en hitt og með það sjónarmið þá má alveg segja að tímabilið sé bara að fara í gang í Víðidalsá. Á góðum dögum koma þó skot inn á milli og í gær fengu veiðimenn sem eru við ánna undir leiðsögn Stefáns Sigurðssonar hjá Iceland Outfitters einn gott skot í gærmorgun þegar þeir lönduðu tíu löxum og þar af fimm stórlöxum sem allir tóku Haug á hitch. Það er fátt eins gaman og að sjá viðbrögðin þegar hitch fluga fer yfir veiðistað og svo ég tali ekki um þegar hann rífur í hana og baráttan hefst. Það er vonandi meira af góðum fréttum á leiðinni úr ánum fyrir norðan.
Mest lesið Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði