Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2019 13:00 vísir/vilhelm Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Eins og fram hefur komið keypti bandarískt flugrekstarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt var að endurvekja lággjalda-flugrekstur á grunni WOW air. Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er en leiða má sterkar líkur að því að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group.Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Páll Ágúst Ólafsson, er lögmaður kaupandans, en hann hefur ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er. Þegar fréttastofa hafði samband við Oasis Aviation Group var vísað á Pál. Páll vill hvorki játa né neita að hann vinni fyrir Oasis Aviation Group. Samkvæmt vef fyrirtækisins sinnir það leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Eigandi þess, Mihelle Ballarin, hefur skrautlega forsögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana Amiru, eða prinsessu. Þá reyndi hún að vera lausnargjalsmiðlari þegar sómalískir sjóræningjar tóku áhafnir skipa í gíslingu. Til þess að fá flugrekstarleyfi á Íslandi þarf eignarhaldi að vera háttað með ákveðnum hætti samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þar segir að samanlagður eignarhluti erlendra aðila, sem eru heimilisfastir utan evrópska efnahagssvæðisins, í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi megi ekki vera meira en 49 %. Þannig er ljóst að Oasis Aviation Group getur ekki, á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi, orðið meirihlutaeigandi í WOW air. Þetta má einnig ráða af ákvæðum reglna evrópska efnahagssvæðisins. Þannig þyrfti annar aðili, innan svæðisins, einnig að eiga flugfélagið. Páll Ágúst segir í skriflegu svari til fréttastofu að umbjóðandi hans muni gera grein fyrir sér og viðskiptahugmyndum sínum þegar það sé tímabært. Markmið hans sé að halda áfram þeim lággjaldaflugrekstri sem WOW stóð fyrir og flúga til og frá Íslandi, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Eins og fram hefur komið keypti bandarískt flugrekstarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt var að endurvekja lággjalda-flugrekstur á grunni WOW air. Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er en leiða má sterkar líkur að því að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group.Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Páll Ágúst Ólafsson, er lögmaður kaupandans, en hann hefur ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er. Þegar fréttastofa hafði samband við Oasis Aviation Group var vísað á Pál. Páll vill hvorki játa né neita að hann vinni fyrir Oasis Aviation Group. Samkvæmt vef fyrirtækisins sinnir það leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Eigandi þess, Mihelle Ballarin, hefur skrautlega forsögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana Amiru, eða prinsessu. Þá reyndi hún að vera lausnargjalsmiðlari þegar sómalískir sjóræningjar tóku áhafnir skipa í gíslingu. Til þess að fá flugrekstarleyfi á Íslandi þarf eignarhaldi að vera háttað með ákveðnum hætti samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þar segir að samanlagður eignarhluti erlendra aðila, sem eru heimilisfastir utan evrópska efnahagssvæðisins, í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi megi ekki vera meira en 49 %. Þannig er ljóst að Oasis Aviation Group getur ekki, á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi, orðið meirihlutaeigandi í WOW air. Þetta má einnig ráða af ákvæðum reglna evrópska efnahagssvæðisins. Þannig þyrfti annar aðili, innan svæðisins, einnig að eiga flugfélagið. Páll Ágúst segir í skriflegu svari til fréttastofu að umbjóðandi hans muni gera grein fyrir sér og viðskiptahugmyndum sínum þegar það sé tímabært. Markmið hans sé að halda áfram þeim lággjaldaflugrekstri sem WOW stóð fyrir og flúga til og frá Íslandi, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15
Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30