Áhrif Megan Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:00 Donald Trump varð heldur viðskotaillur þegar Megan sagðist ekki myndu þiggja boð í Hvíta húsið og tísti á Twitter að hún þyrfti nú að vinna fyrst. Þessi svipur segir framhaldssöguna. Mynd/Getty Megan Rapinoe og liðsfélagar hennar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Hollandi, hún var valin besti leikmaður mótsins og varð einnig markahæst en hún skoraði sex mörk á mótinu. Þetta er í fjórða sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur heimsmeistaratitilinn. Megan er 34 ára gömul og hefur leikið fyrir sjö félagslið í þremur heimsálfum. Hún er glaðlynd baráttukona sem hefur barist ötullega fyrir jöfnum kjörum karla og kvenna í fótbolta og mannréttindum hinsegin fólks. Mesta athygli hefur hún vakið fyrir að standa uppi í hárinu á Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég ætla ekki í fjandans Hvíta húsið,“ sagði hún í júnímánuði spurð hvort hún væri spennt fyrir heimsókn þangað. Í viðtali á CNN horfði hún beint í myndavélina og talaði til forsetans: „Skilaboð þín útiloka fólk. Þú útilokar mig, þú útilokar fólk sem lítur út eins og ég, þú útilokar litað fólk og þú útilokar jafnvel fólk sem styður þig,“ sagði hún. „Þú dásamar tímabil sem var ekki frábært fyrir alla – það var kannski frábært fyrir nokkra útvalda og kannski eru Bandaríkin frábær fyrir nokkra einstaklinga núna, en þau eru það ekki fyrir alltof marga Bandaríkjamenn.“Megan og kærasta hennar, Sue Bird, í Seattle snemma á árinu. nordicphotos/GettyMegan og liðsfélagar hennar ákváðu einnig að beita hörðu og lögsækja bandaríska knattspyrnusambandið vegna launamisréttis. Kvennalandsliðinu hefur gengið mun betur en karlalandsliðinu þar í landi en þrátt fyrir það fá karlarnir mun meiri peninga frá bandaríska knattspyrnusambandinu. Þetta þykir Megan og félögum hennar eðlilega hið megnasta óréttlæti. Bandaríska knattspyrnusambandið borgar konum 38% af því sem það borgar körlunum og ekki er hægt að beita rökum sem algeng eru sem réttlæting fyrir misréttinu víða um heim, sem er minna áhorf og minni tekjur. Því velgengni kvennanna skilar sambandinu milljón dollurum meira í tekjur. Bandarísku þingkonurnar Dianne Feinstein og Patty Murray notuðu tækifærið eftir sigur landsliðsins og lögðu fram frumvarp um sanngjörn laun íþróttafólks. Verði það samþykkt verður það ólöglegt hjá bandarískum íþróttasamböndum að mismuna eftir kyni. Megan hefur einnig beint spjótum sínum að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA og gagnrýnt það að heildarfjárhæðin sem lið í karlaflokki fengu fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu var 400 milljónir dollara en lið í kvennaflokki fengu aðeins tæpar 30 milljónir dollara. Landsliðskonur fylktu liði á Manhattan í vikunni og fögnuðu með íbúum New York og þar hélt Megan ræðu sem vakti athygli um allan heim því hún bað fólk um að sýna samstöðu þrátt fyrir ólíkar skoðanir og lífsstíl. „Þetta er mitt ákall til allra, við verðum að gera betur. Við verðum að elska meira, hata minna. Við verðum að hlusta meira og tala minna. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ábyrgð okkar allra.“ Í kjölfarið skrifaði Andrew Mark Cuomo, ríkisstjóri New York, undir frumvarp um sömu laun fótboltafólks í New York-ríki. Laun knattspyrnukarla- og kvenna verði héðan í frá jöfn. „Það eru engin rök fyrir því hvers vegna konurnar eru með lægri laun en karlarnir. FIFA og bandaríska knattspyrnusambandið hafa komið illa fram við landsliðskonurnar,“ sagði hann í ræðu sinni. Bandaríkin Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Fleiri fréttir Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Sjá meira
Megan Rapinoe og liðsfélagar hennar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Hollandi, hún var valin besti leikmaður mótsins og varð einnig markahæst en hún skoraði sex mörk á mótinu. Þetta er í fjórða sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur heimsmeistaratitilinn. Megan er 34 ára gömul og hefur leikið fyrir sjö félagslið í þremur heimsálfum. Hún er glaðlynd baráttukona sem hefur barist ötullega fyrir jöfnum kjörum karla og kvenna í fótbolta og mannréttindum hinsegin fólks. Mesta athygli hefur hún vakið fyrir að standa uppi í hárinu á Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég ætla ekki í fjandans Hvíta húsið,“ sagði hún í júnímánuði spurð hvort hún væri spennt fyrir heimsókn þangað. Í viðtali á CNN horfði hún beint í myndavélina og talaði til forsetans: „Skilaboð þín útiloka fólk. Þú útilokar mig, þú útilokar fólk sem lítur út eins og ég, þú útilokar litað fólk og þú útilokar jafnvel fólk sem styður þig,“ sagði hún. „Þú dásamar tímabil sem var ekki frábært fyrir alla – það var kannski frábært fyrir nokkra útvalda og kannski eru Bandaríkin frábær fyrir nokkra einstaklinga núna, en þau eru það ekki fyrir alltof marga Bandaríkjamenn.“Megan og kærasta hennar, Sue Bird, í Seattle snemma á árinu. nordicphotos/GettyMegan og liðsfélagar hennar ákváðu einnig að beita hörðu og lögsækja bandaríska knattspyrnusambandið vegna launamisréttis. Kvennalandsliðinu hefur gengið mun betur en karlalandsliðinu þar í landi en þrátt fyrir það fá karlarnir mun meiri peninga frá bandaríska knattspyrnusambandinu. Þetta þykir Megan og félögum hennar eðlilega hið megnasta óréttlæti. Bandaríska knattspyrnusambandið borgar konum 38% af því sem það borgar körlunum og ekki er hægt að beita rökum sem algeng eru sem réttlæting fyrir misréttinu víða um heim, sem er minna áhorf og minni tekjur. Því velgengni kvennanna skilar sambandinu milljón dollurum meira í tekjur. Bandarísku þingkonurnar Dianne Feinstein og Patty Murray notuðu tækifærið eftir sigur landsliðsins og lögðu fram frumvarp um sanngjörn laun íþróttafólks. Verði það samþykkt verður það ólöglegt hjá bandarískum íþróttasamböndum að mismuna eftir kyni. Megan hefur einnig beint spjótum sínum að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA og gagnrýnt það að heildarfjárhæðin sem lið í karlaflokki fengu fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu var 400 milljónir dollara en lið í kvennaflokki fengu aðeins tæpar 30 milljónir dollara. Landsliðskonur fylktu liði á Manhattan í vikunni og fögnuðu með íbúum New York og þar hélt Megan ræðu sem vakti athygli um allan heim því hún bað fólk um að sýna samstöðu þrátt fyrir ólíkar skoðanir og lífsstíl. „Þetta er mitt ákall til allra, við verðum að gera betur. Við verðum að elska meira, hata minna. Við verðum að hlusta meira og tala minna. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ábyrgð okkar allra.“ Í kjölfarið skrifaði Andrew Mark Cuomo, ríkisstjóri New York, undir frumvarp um sömu laun fótboltafólks í New York-ríki. Laun knattspyrnukarla- og kvenna verði héðan í frá jöfn. „Það eru engin rök fyrir því hvers vegna konurnar eru með lægri laun en karlarnir. FIFA og bandaríska knattspyrnusambandið hafa komið illa fram við landsliðskonurnar,“ sagði hann í ræðu sinni.
Bandaríkin Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Fleiri fréttir Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið