Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 08:00 Fyrir rúmum tíu árum, í sumarfríi í Sarajevó, rakst ég á undarlegan minjagrip. Ég stóð fyrir utan búð í verslunargötu Sarajevó sem seldi silfur og koparvörur og handlék – að ég hélt – fallega útskorinn málmblómavasa. „Þetta er skothylki úr stríðinu,“ sagði kaupmaðurinn. Ég flýtti mér að leggja stríðsleifarnar frá mér. Verslunareigandinn, sem einnig var handverksmaðurinn sem framleiddi og skreytti sjálfur vörurnar sem voru til sölu í versluninni, glotti. „Ferðamennirnir fíla þetta.“ Mér varð hugsað til þessa útsjónarsama verslunarmanns í vikunni.Neikvæð ímynd Sjónvarpsþættirnir Tsjernóbíl njóta vinsælda um þessar mundir. Ein hliðarverkun vinsældanna eru ferðamenn sem flykkjast á svæðið til að taka af sér „sjálfur“. Á myndum um allt internetið má sjá fólk brosa, gretta sig og geifla og jafnvel bera afturendann mitt í eyðileggingunni sem kjarnorkuslysið olli. Höfundur Tsjernóbíl þáttanna bað fólk nýverið um að sýna tillitssemi; hörmungar hefðu átt sér stað, harmleikur. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, virtist hins vegar ekki taka „sjálfurnar“ óstinnt upp. Þvert á móti. Síðastliðinn miðvikudag lýstu stjórnvöld í Úkraínu því yfir að þau hygðust gera svæðið í kringum Tsjernóbíl kjarnorkuverið að ferðamannastað. „Tsjernóbíl hefur lengi haft neikvæð áhrif á ímynd Úkraínu,“ sagði forsetinn. „Það er tímabært að því sé breytt.“ Ég klóraði mér í höfðinu yfir uppátækinu. Hvað átti manni að finnast? Var þetta ekki hálfgerð sturlun? En svo rifjaðist upp fyrir mér annar áfangastaður í Sarajevó.Þrjár kynslóðir Bosníustríðið sem geisaði á árunum 1992 til 1995 er versti hildarleikur Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Talið er að 100.000 karla, kvenna og barna hafi látist í þjóðernishreinsunum. Tæplega 14.000 manns létust í umsátrinu um Sarajevó er borgin var í herkví. Við upphaf umsátursins um Sarajevó bjuggu þrjár kynslóðir Kolar fjölskyldunnar undir sama þaki í úthverfi borgarinnar. En þegar árás var gerð á hverfið hrökklaðist fjölskyldan burt af heimili sínu. Síðar gerði Bosníuherinn húsið (eða það sem eftir var af því) upptækt og gróf göng frá húsinu alla leið inn í borgina. Göngin voru lífæð Sarajevó á meðan á umsátrinu stóð en um þau voru flutt matvæli, lyf, vopn og fólk. Einhverjir úr Kolar fjölskyldunni hjálpuðu til við að grafa göngin á meðan aðrir börðust í stríðinu. Amma og afi Kolar fengu að búa í bílskúr hússins meðan það var í umsjá hersins og buðu þau gjarnan þeim sem áttu leið um göngin upp á vatnssopa og brauðbita. Að stríðinu loknu sneri Kolar fjölskyldan aftur til síns heima. Almenningur í Sarajevó gerði sitt besta til að púsla hversdagsleikanum saman eftir átökin og endurheimta líf sitt. Göngin gleymdust. En þegar Kolar fjölskyldunni gekk illa að koma undir sig fótunum og finna atvinnu öðluðust göngin nýjan tilgang. Fjölskyldan tóku sig til og útbjó „Gangasafnið“. Þau söfnuðu saman öllu því sem þau gátu fundið tengt sögu ganganna og sáu til þess að það litla sem eftir var af göngunum sjálfum yrði varðveitt. Gangasafnið er nú orðið eitt vinsælasta safn Sarajevó. Safnið er einkarekið og rukkar Kolar fjölskyldan gesti um aðgangseyri fyrir að berja munna ganganna og safnið augum. Göngin sem urðu Sarajevó til bjargræðis urðu lífæð Kolar fjölskyldunnar eftir stríðið.Stórfurðuleg dýrategund Mannkynið er skrítið. Eina stundina er það óstöðvandi eyðileggingarafl, jafnskeytingarlaust í garð náungans og nánasta umhverfis síns; þá næstu úrræðagott, uppátækjasamt og fróðleiksfúst. Stundum er ekki annað hægt en að yppa einfaldlega öxlum yfir þessari stórfurðulegu dýrategund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tíu árum, í sumarfríi í Sarajevó, rakst ég á undarlegan minjagrip. Ég stóð fyrir utan búð í verslunargötu Sarajevó sem seldi silfur og koparvörur og handlék – að ég hélt – fallega útskorinn málmblómavasa. „Þetta er skothylki úr stríðinu,“ sagði kaupmaðurinn. Ég flýtti mér að leggja stríðsleifarnar frá mér. Verslunareigandinn, sem einnig var handverksmaðurinn sem framleiddi og skreytti sjálfur vörurnar sem voru til sölu í versluninni, glotti. „Ferðamennirnir fíla þetta.“ Mér varð hugsað til þessa útsjónarsama verslunarmanns í vikunni.Neikvæð ímynd Sjónvarpsþættirnir Tsjernóbíl njóta vinsælda um þessar mundir. Ein hliðarverkun vinsældanna eru ferðamenn sem flykkjast á svæðið til að taka af sér „sjálfur“. Á myndum um allt internetið má sjá fólk brosa, gretta sig og geifla og jafnvel bera afturendann mitt í eyðileggingunni sem kjarnorkuslysið olli. Höfundur Tsjernóbíl þáttanna bað fólk nýverið um að sýna tillitssemi; hörmungar hefðu átt sér stað, harmleikur. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, virtist hins vegar ekki taka „sjálfurnar“ óstinnt upp. Þvert á móti. Síðastliðinn miðvikudag lýstu stjórnvöld í Úkraínu því yfir að þau hygðust gera svæðið í kringum Tsjernóbíl kjarnorkuverið að ferðamannastað. „Tsjernóbíl hefur lengi haft neikvæð áhrif á ímynd Úkraínu,“ sagði forsetinn. „Það er tímabært að því sé breytt.“ Ég klóraði mér í höfðinu yfir uppátækinu. Hvað átti manni að finnast? Var þetta ekki hálfgerð sturlun? En svo rifjaðist upp fyrir mér annar áfangastaður í Sarajevó.Þrjár kynslóðir Bosníustríðið sem geisaði á árunum 1992 til 1995 er versti hildarleikur Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Talið er að 100.000 karla, kvenna og barna hafi látist í þjóðernishreinsunum. Tæplega 14.000 manns létust í umsátrinu um Sarajevó er borgin var í herkví. Við upphaf umsátursins um Sarajevó bjuggu þrjár kynslóðir Kolar fjölskyldunnar undir sama þaki í úthverfi borgarinnar. En þegar árás var gerð á hverfið hrökklaðist fjölskyldan burt af heimili sínu. Síðar gerði Bosníuherinn húsið (eða það sem eftir var af því) upptækt og gróf göng frá húsinu alla leið inn í borgina. Göngin voru lífæð Sarajevó á meðan á umsátrinu stóð en um þau voru flutt matvæli, lyf, vopn og fólk. Einhverjir úr Kolar fjölskyldunni hjálpuðu til við að grafa göngin á meðan aðrir börðust í stríðinu. Amma og afi Kolar fengu að búa í bílskúr hússins meðan það var í umsjá hersins og buðu þau gjarnan þeim sem áttu leið um göngin upp á vatnssopa og brauðbita. Að stríðinu loknu sneri Kolar fjölskyldan aftur til síns heima. Almenningur í Sarajevó gerði sitt besta til að púsla hversdagsleikanum saman eftir átökin og endurheimta líf sitt. Göngin gleymdust. En þegar Kolar fjölskyldunni gekk illa að koma undir sig fótunum og finna atvinnu öðluðust göngin nýjan tilgang. Fjölskyldan tóku sig til og útbjó „Gangasafnið“. Þau söfnuðu saman öllu því sem þau gátu fundið tengt sögu ganganna og sáu til þess að það litla sem eftir var af göngunum sjálfum yrði varðveitt. Gangasafnið er nú orðið eitt vinsælasta safn Sarajevó. Safnið er einkarekið og rukkar Kolar fjölskyldan gesti um aðgangseyri fyrir að berja munna ganganna og safnið augum. Göngin sem urðu Sarajevó til bjargræðis urðu lífæð Kolar fjölskyldunnar eftir stríðið.Stórfurðuleg dýrategund Mannkynið er skrítið. Eina stundina er það óstöðvandi eyðileggingarafl, jafnskeytingarlaust í garð náungans og nánasta umhverfis síns; þá næstu úrræðagott, uppátækjasamt og fróðleiksfúst. Stundum er ekki annað hægt en að yppa einfaldlega öxlum yfir þessari stórfurðulegu dýrategund.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun