Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 20:51 Þeim sem verjast vilja sárasótt og öðrum smitsjúkdómum er bent á að nota smokk þegar stundaðar eru samfarir. Vísir/Getty Smitsjúkdómavarnir Evrópu, eða EDC, hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sárasóttartilfelli í Evrópu eru hlutfallslega flest hér á landi. Aldrei hafa verið fleiri tilfelli í Evrópu og er áhættusöm hegðun í kynlífi talin ein helsta ástæða þess. Á Íslandi eru sárasóttartilfelli 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þessi tölfræði setur Ísland á toppinn þegar kemur að sárasótt. En næst á eftir Íslandi koma Bretland og Malta. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frá árinu 2010 hafi tilfellum hér á landi fjölgað um alls 876 prósent. Alls greindust 33 þúsund tilfelli í allri Evrópu árið 2017 en áratug fyrr, voru þau 19 þúsund. Þannig hefur tilfellum fjölgað um 14 þúsund á áratug. Í skýrslunni segir að áhættusöm hegðun í kynlífi fólks sé helsta ástæða þess að fjöldi tilfella hefur næstum tvöfaldast. Fólk hafi samfarir við fleiri einstaklinga og notist síður við smokka, sem er almennt talin eina getnaðarvörnin sem kemur einnig í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Aðrar ástæður sem taldar eru til í skýrslunni eru notkun fólks á stefnumótaforritum þar sem það leitar eftir skyndikynnum eða notkun ofskynjunarlyfja í kynlíf sem valda því að öll varkárni fýkur út í veður og vind, þannig að fólk gleymi að huga að vörnum gegn sjúkdómum. Sárasótt er smitsjúkdómur af völdum bakteríu sem nefnist Treponema pallidum og er talin til kynsjúkdóma. Helsta smitleið sárasóttar er í gegn um slímhúð kynfæra við samfarir en getur einnig smitast í gegn um aðra slímhúð. Sjúkdómurinn er talinn auðlæknaður en sé ekkert aðhafst getur hann „lagst í dvala“ sem varað getur í á annan tug ára. Þá getur sjúkdómurinn valdið tauga- og hjartasjúkdómum, og í verstu tilfellum dregið fólk til dauða.Skýrslu EDC má nálgast hér. Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Smitsjúkdómavarnir Evrópu, eða EDC, hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sárasóttartilfelli í Evrópu eru hlutfallslega flest hér á landi. Aldrei hafa verið fleiri tilfelli í Evrópu og er áhættusöm hegðun í kynlífi talin ein helsta ástæða þess. Á Íslandi eru sárasóttartilfelli 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þessi tölfræði setur Ísland á toppinn þegar kemur að sárasótt. En næst á eftir Íslandi koma Bretland og Malta. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frá árinu 2010 hafi tilfellum hér á landi fjölgað um alls 876 prósent. Alls greindust 33 þúsund tilfelli í allri Evrópu árið 2017 en áratug fyrr, voru þau 19 þúsund. Þannig hefur tilfellum fjölgað um 14 þúsund á áratug. Í skýrslunni segir að áhættusöm hegðun í kynlífi fólks sé helsta ástæða þess að fjöldi tilfella hefur næstum tvöfaldast. Fólk hafi samfarir við fleiri einstaklinga og notist síður við smokka, sem er almennt talin eina getnaðarvörnin sem kemur einnig í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Aðrar ástæður sem taldar eru til í skýrslunni eru notkun fólks á stefnumótaforritum þar sem það leitar eftir skyndikynnum eða notkun ofskynjunarlyfja í kynlíf sem valda því að öll varkárni fýkur út í veður og vind, þannig að fólk gleymi að huga að vörnum gegn sjúkdómum. Sárasótt er smitsjúkdómur af völdum bakteríu sem nefnist Treponema pallidum og er talin til kynsjúkdóma. Helsta smitleið sárasóttar er í gegn um slímhúð kynfæra við samfarir en getur einnig smitast í gegn um aðra slímhúð. Sjúkdómurinn er talinn auðlæknaður en sé ekkert aðhafst getur hann „lagst í dvala“ sem varað getur í á annan tug ára. Þá getur sjúkdómurinn valdið tauga- og hjartasjúkdómum, og í verstu tilfellum dregið fólk til dauða.Skýrslu EDC má nálgast hér.
Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira