Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 14:58 Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins hjá sumum miðlum, og hleypur auglýsingasalan í þeim á milljónum. Fréttablaðið/Anton Persónuvernd telur að Ríkisskattstjóra sé heimilt að birta upplýsingar um tekjuskatt og útsvar, en hafi ekki heimild til að birta upplýsingar um gjöld einstaklinga til Ríkisútvarpsins og í framkvæmdasjóð aldraðra.Álit Persónuverndar kemur í kjölfar þess að Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti stofnunarinnar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa. Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna álagða skatta á skattgreiðendur og hafa meðal annars verið notaðar af fjölmiðlum til þess að útbúa lista yfir tekjur einstaklinga og gefa út tekjublöð.Útgáfa slíkra tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra fram til 19. ágúst. Í nýútgefnu áliti Persónuverndar úrskurðar stofnunin einnig að Ríkisskattstjóri megi ekki birta kennitölur einstaklinga með álagningarskránum þar sem nafn, heimilisfang og fæðingardagur sé talið nægja til að persónugreina þá. Persónuvernd segir jafnframt að vinnsla á upplýsingum úr álagningarskrám eingöngu í þágu fjölmiðla, falli ekki undir valdsvið Persónuverndar. Það sama eigi við ef upplýsingar úr skránum eru unnar af einstaklingum og eingöngu til persónulegra nota. Í þeim efnum segir stofnunin það vera utan síns valdsviðs að skera úr um hvar mörkin milli tjáningarfrelsis fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar liggja, ef litið er til ákvæða stjórnarskrárinnar. Úrlausn slíkra álitaefna heyri undir dómstóla að skera úr um. Fjölmiðlar Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Persónuvernd telur að Ríkisskattstjóra sé heimilt að birta upplýsingar um tekjuskatt og útsvar, en hafi ekki heimild til að birta upplýsingar um gjöld einstaklinga til Ríkisútvarpsins og í framkvæmdasjóð aldraðra.Álit Persónuverndar kemur í kjölfar þess að Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti stofnunarinnar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa. Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna álagða skatta á skattgreiðendur og hafa meðal annars verið notaðar af fjölmiðlum til þess að útbúa lista yfir tekjur einstaklinga og gefa út tekjublöð.Útgáfa slíkra tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra fram til 19. ágúst. Í nýútgefnu áliti Persónuverndar úrskurðar stofnunin einnig að Ríkisskattstjóri megi ekki birta kennitölur einstaklinga með álagningarskránum þar sem nafn, heimilisfang og fæðingardagur sé talið nægja til að persónugreina þá. Persónuvernd segir jafnframt að vinnsla á upplýsingum úr álagningarskrám eingöngu í þágu fjölmiðla, falli ekki undir valdsvið Persónuverndar. Það sama eigi við ef upplýsingar úr skránum eru unnar af einstaklingum og eingöngu til persónulegra nota. Í þeim efnum segir stofnunin það vera utan síns valdsviðs að skera úr um hvar mörkin milli tjáningarfrelsis fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar liggja, ef litið er til ákvæða stjórnarskrárinnar. Úrlausn slíkra álitaefna heyri undir dómstóla að skera úr um.
Fjölmiðlar Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43
Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00
Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00