Hafa fundað um flugrekstarleyfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. júlí 2019 12:15 Hermt er að kaupandinn á eignum úr þrotabúi WOW air sé bandarískur hergagnasali sem sérhæfi sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni. Vísir/Vilhelm Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Hermt er að um sé að ræða bandarískan hergagnasala sem sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni.Viðskiptablaðið greindi frá því nú skömmu fyrir hádegi að kaupandi eigna þrotabús WOW sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Þetta herma heimildir blaðsins. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að Indigo Partners, sem áttu í viðræðum um kaup á WOW air, eiga ekki aðild að kaupunum nú. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstartengdar eignir WOW úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að áður en en WOW féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu. Hún hafi sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá WOW áður en félagið féll með það að markmaði að fá fólkið aftur til starfa. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Michelle Ballarin er eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, segist ekki geta tjáð sig um það hver skjólstæðingur hans er að öðru leiti en að um sé að ræða bandarískan fjárfesti sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri. „Bæði af því að reka flugvélar og ýmsa viðhaldsstarfsemi, endurgerðir á flugvélum og fleira slíkt. Umbjóðandi minn mun kynna sig með rækilegum hætti þegar þar að kemur,“ segir Páll Ágúst. Markmiðið með kaupunum hafi verið að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur. „Markmiðið er að halda áfram þeim lággjaldaflugreksti sem WOW stóð fyrir,“ segir Páll Ágúst. Í Fréttablaðinu kemur fram að umfang viðskiptanna hlaupi á hundruðum milljóna króna sem hafi verið greitt með eingreiðslu. Páll Ágúst segir að ýmsar rekstrartengdar einingar hafi verið keyptar. „Náttúrulega nafnið, logoið og lénin. Aðrar tengdar eignir eins og hugbúnað, bókunarkerfi og ýmsar vörur sem voru seldar um borð og fleira,“ segir Páll Ágúst. Hann segir að kaupandinn vinni nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni, bæði formlega og óformlega. Umrædd viðskipti séu með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Páll segist vera bjartsýnn á að nýtt flugfélag hefji störf hér á landi á næstunni.Fréttin var uppfærð klukkan 15:12 með upplýsingum frá Indigo Partners. Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Hermt er að um sé að ræða bandarískan hergagnasala sem sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni.Viðskiptablaðið greindi frá því nú skömmu fyrir hádegi að kaupandi eigna þrotabús WOW sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Þetta herma heimildir blaðsins. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að Indigo Partners, sem áttu í viðræðum um kaup á WOW air, eiga ekki aðild að kaupunum nú. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstartengdar eignir WOW úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að áður en en WOW féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu. Hún hafi sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá WOW áður en félagið féll með það að markmaði að fá fólkið aftur til starfa. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Michelle Ballarin er eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, segist ekki geta tjáð sig um það hver skjólstæðingur hans er að öðru leiti en að um sé að ræða bandarískan fjárfesti sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri. „Bæði af því að reka flugvélar og ýmsa viðhaldsstarfsemi, endurgerðir á flugvélum og fleira slíkt. Umbjóðandi minn mun kynna sig með rækilegum hætti þegar þar að kemur,“ segir Páll Ágúst. Markmiðið með kaupunum hafi verið að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur. „Markmiðið er að halda áfram þeim lággjaldaflugreksti sem WOW stóð fyrir,“ segir Páll Ágúst. Í Fréttablaðinu kemur fram að umfang viðskiptanna hlaupi á hundruðum milljóna króna sem hafi verið greitt með eingreiðslu. Páll Ágúst segir að ýmsar rekstrartengdar einingar hafi verið keyptar. „Náttúrulega nafnið, logoið og lénin. Aðrar tengdar eignir eins og hugbúnað, bókunarkerfi og ýmsar vörur sem voru seldar um borð og fleira,“ segir Páll Ágúst. Hann segir að kaupandinn vinni nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni, bæði formlega og óformlega. Umrædd viðskipti séu með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Páll segist vera bjartsýnn á að nýtt flugfélag hefji störf hér á landi á næstunni.Fréttin var uppfærð klukkan 15:12 með upplýsingum frá Indigo Partners.
Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15
Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15