Þetta reddast Þórlindur Kjartansson skrifar 12. júlí 2019 06:45 Þegar Íslendingar líta í eigin barm og gerast gagnrýnir á sjálfa sig (sem er ekki oft) verður okkur tíðrætt um þann þjóðarósið að undirbúa okkur ekki nægilega vel. Sú kenning er mjög ríkjandi að í útlöndum hafi fólk almennt miklu meiri fyrirhyggju, skipuleggi sig betur, séu betur „ferlaðir og faglegir“. Við sjáum okkur stundum eins og kæruleysingja sem yppir öxlum þegar allt fer í handaskol og segir af tómlæti: „Þetta reddast.“ En vandinn er auðvitað að þetta reddast ekki alltaf. Hvort sem ferðamannabransinn eða bankabransinn taka kolldýfur, eða framkvæmd við brú eða tónlistarhús fer fram úr kostnaðaráætlun, þá er okkur mjög tamt að líta í baksýnisspegilinn og kenna því um að „þetta reddast“ hugsunarhátturinn hafi enn einu sinni komið okkur Íslendingum í bobba. Af hverju getum við ekki verið meira eins og Þjóðverjar, Danir og Svíar sem láta aldrei neitt koma sér á óvart; og eru alltaf búnir að sjá fyrir öllu löngu áður en það gerist? Að hugsa sér hversu mikið mætti spara af veseni ef við byrgðum alla brunna löngu áður en börnin komast í hundrað metra færi við þá.Er það svo? Þegar farið er að hugsa örlítið dýpra út í málin, þá kemur samt í ljós að þjóðsagan um Íslendinga sem kærulaust og fyrirhyggjulítið fólk gengur ekki upp. Ef það væri raunverulegt þjóðareinkenni á Íslendingum að kunna ekki að undirbúa sig undir óvænta atburðarás, óvænt veðrabrigði og óvæntar hættur þá væri tómt mál að tala um blómlega búsetu á þessu landi. Við værum löngu orðin útdauð. Íslendingar hafa nefnilega þurft að fara í göngur eftir sauðfé, róðra eftir fiski, bjargsig eftir eggjum og leggja á sig langar ferðir um hrjóstrugt landið til þess að eiga samskipti sín á milli. Öll þessi lífsnauðsynlegu verkefni hafa einmitt krafist þess að fyrirhyggjan sé í hávegum. Í þeim veldur kæruleysi ekki aðeins óþægindum heldur raunverulegri lífshættu, bæði fyrir þann kærulausa og aðra sem þurfa að súpa seyðið af glannaskapnum.Reddast eða ekki En hvernig má það vera að okkur Íslendingum finnst það samt svo ríkjandi í þjóðarsálinni að segja kæruleysislega að hlutirnir reddist jafnvel þótt margar aðstæður hér kalli einmitt á vandvirkni og fyrirhyggju? Ef til vill má sjá jákvæðar og núvitundarlegar skýringar á þessu sterka þjóðareinkenni okkar. Hin hliðin á „þetta reddast“ er nefnilega sú að fólk sem þarf að eiga í höggi við óblíða náttúru og raunverulegar hættur, getur ekki leyft sér þann lúxus að fara á taugum yfir smáatriðum. Það vill stundum brenna mjög við hjá fólki sem lendir í ofreglu og skipulagsáráttu að orkan sem fer í að koma í veg fyrir alls kyns ólíkleg óþægindi verður smám saman til þess að flækja einfalda hluti úr hófi fram. Einhvers staðar liggur nefnilega skurðpunktur sem gefur til kynna hversu miklar áhyggjur eðlilegt er að hafa hinum og þessum hlutum. Sumt er auðvitað nauðsynlegt að skipuleggja út í hörgul, vanda sig í smáatriðunum, gleyma engu og spara hvergi til: „Eru nægilega mörg björgunarvesti um borð í bátnum?“ „Leyfðu mér að telja aftur áður en við leggjum úr höfn.“ En mjög margt af því sem fólk fjargviðrast yfir í daglega lífinu er raunverulega þess eðlis að það svarar ekki tilkostnaði að leggja mikið á sig til þess að leysa úr því. Annaðhvort eru málin smávægileg eða ólíkleg; í öllu falli er skaðlaust að setja sjálfan sig úr jafnvægi yfir þeim: „Ertu með aukaúlpu til að fara með í útileguna?“ „Veit það ekki. Þetta reddast. Drífum okkur af stað.“Reddingar Hinar jákvæðu hliðar „þetta reddast“ hugsunarháttarins byggjast auðvitað á því að honum sé beitt af vandvirkni. Við sumu má segja að það skipti ekki svo miklu máli hvort það klikki eða ekki, en við öðru má segja að það sé slæmt að það klikki en það taki því ekki að undirbúa sig. Í slíkan flokk falla vandamál sem ljóst er að einhvern tímann þarf að takast á við, en óþarft er að láta tefja að sinni. Þar kemur til mikilvæg forsenda þess að hægt sé að leyfa sér „þetta reddast“-hugsunarháttinn. Hún er sú að gera sér grein fyrir því að jafnvel þótt maður hafi fulla trú á eitthvað muni reddast, þá er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að hafa fyrir því að redda því. Það felst því í raun mikil ábyrgð og djúp hugsun í „þetta reddast“ hugsunarhættinum sem á yfirborðinu virkar svo kærulaus. Það krefst dómgreindar að vita hvenær hann á við og hvað hann þýðir. „Þetta reddast“ verður fyrst hættulegur hugsunarháttur þegar hann er látinn gilda um hluti sem raunverulega skipta máli og þegar í honum felst trú á því að reddingin á því sem slegið er á frest muni gerast sjálfkrafa og án fyrirhafnar. Í stað þess að skammast okkar fyrir „þetta reddast“ hugsunarháttinn ættum við að vera stolt af honum, beita honum af ábyrgð en njóta líka þess frelsis sem honum fylgir. Það er kannski ekki eins faglegt eins og að fylgja dæmum Dana, Þjóðverja og Svía—en er það ekki áreiðanlega umtalsvert skemmtilegra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar líta í eigin barm og gerast gagnrýnir á sjálfa sig (sem er ekki oft) verður okkur tíðrætt um þann þjóðarósið að undirbúa okkur ekki nægilega vel. Sú kenning er mjög ríkjandi að í útlöndum hafi fólk almennt miklu meiri fyrirhyggju, skipuleggi sig betur, séu betur „ferlaðir og faglegir“. Við sjáum okkur stundum eins og kæruleysingja sem yppir öxlum þegar allt fer í handaskol og segir af tómlæti: „Þetta reddast.“ En vandinn er auðvitað að þetta reddast ekki alltaf. Hvort sem ferðamannabransinn eða bankabransinn taka kolldýfur, eða framkvæmd við brú eða tónlistarhús fer fram úr kostnaðaráætlun, þá er okkur mjög tamt að líta í baksýnisspegilinn og kenna því um að „þetta reddast“ hugsunarhátturinn hafi enn einu sinni komið okkur Íslendingum í bobba. Af hverju getum við ekki verið meira eins og Þjóðverjar, Danir og Svíar sem láta aldrei neitt koma sér á óvart; og eru alltaf búnir að sjá fyrir öllu löngu áður en það gerist? Að hugsa sér hversu mikið mætti spara af veseni ef við byrgðum alla brunna löngu áður en börnin komast í hundrað metra færi við þá.Er það svo? Þegar farið er að hugsa örlítið dýpra út í málin, þá kemur samt í ljós að þjóðsagan um Íslendinga sem kærulaust og fyrirhyggjulítið fólk gengur ekki upp. Ef það væri raunverulegt þjóðareinkenni á Íslendingum að kunna ekki að undirbúa sig undir óvænta atburðarás, óvænt veðrabrigði og óvæntar hættur þá væri tómt mál að tala um blómlega búsetu á þessu landi. Við værum löngu orðin útdauð. Íslendingar hafa nefnilega þurft að fara í göngur eftir sauðfé, róðra eftir fiski, bjargsig eftir eggjum og leggja á sig langar ferðir um hrjóstrugt landið til þess að eiga samskipti sín á milli. Öll þessi lífsnauðsynlegu verkefni hafa einmitt krafist þess að fyrirhyggjan sé í hávegum. Í þeim veldur kæruleysi ekki aðeins óþægindum heldur raunverulegri lífshættu, bæði fyrir þann kærulausa og aðra sem þurfa að súpa seyðið af glannaskapnum.Reddast eða ekki En hvernig má það vera að okkur Íslendingum finnst það samt svo ríkjandi í þjóðarsálinni að segja kæruleysislega að hlutirnir reddist jafnvel þótt margar aðstæður hér kalli einmitt á vandvirkni og fyrirhyggju? Ef til vill má sjá jákvæðar og núvitundarlegar skýringar á þessu sterka þjóðareinkenni okkar. Hin hliðin á „þetta reddast“ er nefnilega sú að fólk sem þarf að eiga í höggi við óblíða náttúru og raunverulegar hættur, getur ekki leyft sér þann lúxus að fara á taugum yfir smáatriðum. Það vill stundum brenna mjög við hjá fólki sem lendir í ofreglu og skipulagsáráttu að orkan sem fer í að koma í veg fyrir alls kyns ólíkleg óþægindi verður smám saman til þess að flækja einfalda hluti úr hófi fram. Einhvers staðar liggur nefnilega skurðpunktur sem gefur til kynna hversu miklar áhyggjur eðlilegt er að hafa hinum og þessum hlutum. Sumt er auðvitað nauðsynlegt að skipuleggja út í hörgul, vanda sig í smáatriðunum, gleyma engu og spara hvergi til: „Eru nægilega mörg björgunarvesti um borð í bátnum?“ „Leyfðu mér að telja aftur áður en við leggjum úr höfn.“ En mjög margt af því sem fólk fjargviðrast yfir í daglega lífinu er raunverulega þess eðlis að það svarar ekki tilkostnaði að leggja mikið á sig til þess að leysa úr því. Annaðhvort eru málin smávægileg eða ólíkleg; í öllu falli er skaðlaust að setja sjálfan sig úr jafnvægi yfir þeim: „Ertu með aukaúlpu til að fara með í útileguna?“ „Veit það ekki. Þetta reddast. Drífum okkur af stað.“Reddingar Hinar jákvæðu hliðar „þetta reddast“ hugsunarháttarins byggjast auðvitað á því að honum sé beitt af vandvirkni. Við sumu má segja að það skipti ekki svo miklu máli hvort það klikki eða ekki, en við öðru má segja að það sé slæmt að það klikki en það taki því ekki að undirbúa sig. Í slíkan flokk falla vandamál sem ljóst er að einhvern tímann þarf að takast á við, en óþarft er að láta tefja að sinni. Þar kemur til mikilvæg forsenda þess að hægt sé að leyfa sér „þetta reddast“-hugsunarháttinn. Hún er sú að gera sér grein fyrir því að jafnvel þótt maður hafi fulla trú á eitthvað muni reddast, þá er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að hafa fyrir því að redda því. Það felst því í raun mikil ábyrgð og djúp hugsun í „þetta reddast“ hugsunarhættinum sem á yfirborðinu virkar svo kærulaus. Það krefst dómgreindar að vita hvenær hann á við og hvað hann þýðir. „Þetta reddast“ verður fyrst hættulegur hugsunarháttur þegar hann er látinn gilda um hluti sem raunverulega skipta máli og þegar í honum felst trú á því að reddingin á því sem slegið er á frest muni gerast sjálfkrafa og án fyrirhafnar. Í stað þess að skammast okkar fyrir „þetta reddast“ hugsunarháttinn ættum við að vera stolt af honum, beita honum af ábyrgð en njóta líka þess frelsis sem honum fylgir. Það er kannski ekki eins faglegt eins og að fylgja dæmum Dana, Þjóðverja og Svía—en er það ekki áreiðanlega umtalsvert skemmtilegra?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun