Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2019 22:15 Undirbúningur er nú hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar, en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Fyrsta skóflustungan að Húsi íslenskunnar var tekin árið 2013. Hola var grafin og síðan þá hefur hún fengið að standa í friði. Trjátegundir virðast hafa sáð sér í holunni og vatn safnast upp. „Nú er holan að verða að húsi. Það er komið að því. Hér er verið að undirbúa verkstæðin, byggja hann upp þannig að allt sé til reiðu þegar formlegar framkvæmdir hefjast um miðjan ágúst,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggja á 6.500 fermetra hús auk 2.200 fermetra opinnar bílageymslu og á húsið að hýsa fjölbreytta starfsemi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Þetta verður vagga íslenskrar tungu. Hér verða gersemarnar okkar. Þetta er mjög glæsileg og metnaðarfull bygging þar sem handritin okkar verða hýst og höfð til sýnis. Hér munu fara fram rannsóknarstörf varðandi íslenska tungu þannig þetta verður mjög mikil lyftistöng fyrir háskólasvæðið,“ sagði Guðrún. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum. „Það voru aðstæður í hagkerfinu, það voru breytingar í ríkisstjórn og ýmislegt fleira. Nú erum við komin hingað og mjög ánægjulegt að þetta sé komið af stað,“ sagði Guðrún. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023 en margar hendur vinna létt verk. „Á meðal degi mun hér vera um 200 manna vinnustaður. Við erum sérstaklega að undirbúa með vinnueftirlitinu, ÍSTAK sem aðalverktaka og fleirum að hér verði fyrirmyndar verkstaður. Við erum sérstaklega að horfa til umhverfismála, réttinda- og öryggismála,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Undirbúningur er nú hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar, en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Fyrsta skóflustungan að Húsi íslenskunnar var tekin árið 2013. Hola var grafin og síðan þá hefur hún fengið að standa í friði. Trjátegundir virðast hafa sáð sér í holunni og vatn safnast upp. „Nú er holan að verða að húsi. Það er komið að því. Hér er verið að undirbúa verkstæðin, byggja hann upp þannig að allt sé til reiðu þegar formlegar framkvæmdir hefjast um miðjan ágúst,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggja á 6.500 fermetra hús auk 2.200 fermetra opinnar bílageymslu og á húsið að hýsa fjölbreytta starfsemi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Þetta verður vagga íslenskrar tungu. Hér verða gersemarnar okkar. Þetta er mjög glæsileg og metnaðarfull bygging þar sem handritin okkar verða hýst og höfð til sýnis. Hér munu fara fram rannsóknarstörf varðandi íslenska tungu þannig þetta verður mjög mikil lyftistöng fyrir háskólasvæðið,“ sagði Guðrún. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum. „Það voru aðstæður í hagkerfinu, það voru breytingar í ríkisstjórn og ýmislegt fleira. Nú erum við komin hingað og mjög ánægjulegt að þetta sé komið af stað,“ sagði Guðrún. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023 en margar hendur vinna létt verk. „Á meðal degi mun hér vera um 200 manna vinnustaður. Við erum sérstaklega að undirbúa með vinnueftirlitinu, ÍSTAK sem aðalverktaka og fleirum að hér verði fyrirmyndar verkstaður. Við erum sérstaklega að horfa til umhverfismála, réttinda- og öryggismála,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira