Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Sylvía Hall skrifar 11. júlí 2019 21:47 Mál systranna hefur vakið mikla athygli og er sagt vera skýrt dæmi um erfiða stöðu þeirra kvenna sem búa við heimilisofbeldi. Vísir/Getty Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. Faðir þeirra, Mikhail Khachaturyan, hafði beitt þær ofbeldi árum saman og misnotað þær kynferðislega. Reuters greinir frá. Þann 27. júlí fyrir tæplega ári síðan hringdu systurnar í lögreglu og sögðust hafa drepið föður sinn í sjálfsvörn eftir að hann hafði reynt að ráðast á þær. Seinna kom í ljós að faðir þeirra hafði verið sofandi þegar þær réðust á hann vopnaðar piparúða, hnífi og hamri. Systurnar eru í dag 18, 19 og 20 ára gamlar og segja margir mál þeirra vera skýrt dæmi um hvernig réttarkerfið í Rússlandi hundsar heimilisofbeldi. Þá vilja margir meina að réttindi kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi séu aðeins að versna með tímanum en árið 2017 var refsinæmi þess að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi fellt úr lögum og eru hámarksviðurlög sekt, svo lengi sem ofbeldið á sér ekki stað oftar en einu sinni á ári.Systurnar voru allar undir tvítugu þegar morðið var framið.Vísir/GettyMargar konur sagðar í svipaðri stöðu Yfir 230 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við systurnar. Kallað er eftir því að ákærur gegn þeim verði felldar niður þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða og fá úrræði í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Þá söfnuðust um það bil tvö hundruð manns, mestmegnis ungar konur, saman á skemmtistað í höfuðborginni Moskvu þar sem ljóðalestur fór fram þeim til stuðnings. Lögmaður systranna segir þær hafa verið að glíma við áfallastreituröskun þegar þær frömdu morðið. Þær hafi íhugað að flýja vettvang en óttuðust afleiðingarnar ef þeim yrði náð. Þá segir hann nágranna þeirra hafa tilkynnt ofbeldi föður þeirra til lögreglu margoft en það hafi aldrei verið tekið til rannsóknar. Í vikunni úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að Rússland hefði ekki sinnt skyldum sínum til þess að vernda fórnarlamb heimilisofbeldis. Um var að ræða konu sem bjó við ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka síns sem meðal annars rændi henni og áreitti hana um nokkurt skeið. Rússland Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. Faðir þeirra, Mikhail Khachaturyan, hafði beitt þær ofbeldi árum saman og misnotað þær kynferðislega. Reuters greinir frá. Þann 27. júlí fyrir tæplega ári síðan hringdu systurnar í lögreglu og sögðust hafa drepið föður sinn í sjálfsvörn eftir að hann hafði reynt að ráðast á þær. Seinna kom í ljós að faðir þeirra hafði verið sofandi þegar þær réðust á hann vopnaðar piparúða, hnífi og hamri. Systurnar eru í dag 18, 19 og 20 ára gamlar og segja margir mál þeirra vera skýrt dæmi um hvernig réttarkerfið í Rússlandi hundsar heimilisofbeldi. Þá vilja margir meina að réttindi kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi séu aðeins að versna með tímanum en árið 2017 var refsinæmi þess að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi fellt úr lögum og eru hámarksviðurlög sekt, svo lengi sem ofbeldið á sér ekki stað oftar en einu sinni á ári.Systurnar voru allar undir tvítugu þegar morðið var framið.Vísir/GettyMargar konur sagðar í svipaðri stöðu Yfir 230 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við systurnar. Kallað er eftir því að ákærur gegn þeim verði felldar niður þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða og fá úrræði í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Þá söfnuðust um það bil tvö hundruð manns, mestmegnis ungar konur, saman á skemmtistað í höfuðborginni Moskvu þar sem ljóðalestur fór fram þeim til stuðnings. Lögmaður systranna segir þær hafa verið að glíma við áfallastreituröskun þegar þær frömdu morðið. Þær hafi íhugað að flýja vettvang en óttuðust afleiðingarnar ef þeim yrði náð. Þá segir hann nágranna þeirra hafa tilkynnt ofbeldi föður þeirra til lögreglu margoft en það hafi aldrei verið tekið til rannsóknar. Í vikunni úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að Rússland hefði ekki sinnt skyldum sínum til þess að vernda fórnarlamb heimilisofbeldis. Um var að ræða konu sem bjó við ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka síns sem meðal annars rændi henni og áreitti hana um nokkurt skeið.
Rússland Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira