Handbolti

Reglunum breytt á HM: Leikmannahóparnir stækkaðir og hvíldardagur eftir hvern einasta leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Íslands á stórmóti í janúar.
Úr leik Íslands á stórmóti í janúar. vísir/getty
Alþjóðahandknattleiksambandið samþykkti í dag á aðalfundi sínum að samþykkja tillögu um breytingar á hvíldardögum á HM í framtíðinni og leikmannahópar þjóðanna á mótinu verða stækkaðir.

Aðalfundur IHF fór fram í Gautaborg í dag og þar var meðal annars samþykkt að ekki er leyfilegt að þjóð spili tvo daga í röð á heimsmeistaramóti frá og með næsta heimsmeistaramóti.







Reglurnar taka gildi frá 1. janúar 2020 en margir leikmenn hafa kallað eftir þessum breytingum enda álagið á þeim verið nánast óbærilegt á stórmótum undanfarin ár.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur verið einn þeirra sem hefur gagnrýnt álagið á leikmönnum á stórmótum og hefur meðal annars kallað álagið á leikmenn glórulaust.

Á sama fundi var samþykkt að leikmannahópar þjóðanna á HM verða stækkaðir úr 16 leikmönnum í 18. Byrjunarhópurinn verður einnig stækkaður úr 28 í 35 svo þjálfararnir geta dreift álaginu betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×