Hrun blasir við í laxveiðinni Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2019 14:26 Nóg pláss er í ám fyrir þessa laxa en hrun blasir við í laxveiðiám landsins þetta árið. Þeir veiðimenn sem eru að fara í veiðiferð ættu ekki að gleyma að hafa með sér spilastokk og vera með kvöldvökuna rækilega skipulagða. Því ekki er hægt að gera sér vonir um mikla veiði. Hrun blasir við í laxveiðinni í ár. Vísir hefur heyrt af hópum sem hafa mætt til veiða í rómaðar og dýrar laxveiðiár en látið sig hverfa þaðan vegna gæftaleysis. Landsamband veiðifélaga gefa reglulega út veiðitölur. Samkvæmt þeim og í samanburði við árið í fyrra er staðan hreint út sagt skelfileg. Þar sem veiðimenn koma saman og ræða ástandið er tónninn sá að sjaldan hafi annað eins sést. Það er eins og það vanti núll aftan við aflatölur. Við skulum skoða fáein dæmi. Í fyrra á sama tíma höfðu veiðst 832 laxar í Norðurá. Nú hafa 83 veiðst. Í fyrra voru veiddir laxar í Þverá og Kjarará á þessum tíma 1186, nú 140. Miðfjarðará er nú komin í 202 en var í fyrra á sama tíma með 515 veidda laxa. Þessi dæmi eru vissulega sláandi og heilt yfir er heildarveiðin miklum mun minni en var á sama tíma í fyrra. Hér má sjá lista yfir aflahæstu ár frá í sama tíma í fyrra og geta menn svo grátið eða skemmt sér eftir atvikum, við að bera saman við nýjan lista frá LV.Vísir ræddi við Guðna Guðbergsson, sem er sérfræðingur í ferskvatnsfiskum hjá Hafrannsóknarstofnun og hann segir teljara í laxastigum hreyfast afar hægt nú.Guðni hjá Hafró en honum kemur ekki á óvart hversu léleg laxveiðin er í sumar.fbl/anton brinkHann er reyndar ekkert mjög hissa á því að í sumar virðist ætla að verða aflabrestur og vísar þá til klakárgangsins frá 2015, sem var þá hrygning 2014 á Vesturlandi sem hafi verið léleg. Og árgangurinn þar á undan, sem er þá uppistaðan af þeim gönguseiðum sem gengu út síðasta vor. „Við áttum aldrei von á því að sá árangur yrði stór. Ofan á það leggst svo þetta vatnsleysi, þá verður enn minna úr göngum en kannski efni standa til og súrefnisinnihald vatns er lágt sem það leggst ofan á,“ segir Guðni. Hann segir hins vegar allt annað ástand á Norð-austurlandi, eða allt austan Aðaldals. Hann segir það rétt, spurður, að veiðleyfasalar séu þöglir nú en þá ber til þess að líta að það eru aldrei slæmar sögur úr veiði. Einu sögurnar sem eru sagðar eru þær góðu. Stangveiði Tengdar fréttir Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveiðinni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi. 11. júlí 2019 06:30 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Hrun blasir við í laxveiðinni í ár. Vísir hefur heyrt af hópum sem hafa mætt til veiða í rómaðar og dýrar laxveiðiár en látið sig hverfa þaðan vegna gæftaleysis. Landsamband veiðifélaga gefa reglulega út veiðitölur. Samkvæmt þeim og í samanburði við árið í fyrra er staðan hreint út sagt skelfileg. Þar sem veiðimenn koma saman og ræða ástandið er tónninn sá að sjaldan hafi annað eins sést. Það er eins og það vanti núll aftan við aflatölur. Við skulum skoða fáein dæmi. Í fyrra á sama tíma höfðu veiðst 832 laxar í Norðurá. Nú hafa 83 veiðst. Í fyrra voru veiddir laxar í Þverá og Kjarará á þessum tíma 1186, nú 140. Miðfjarðará er nú komin í 202 en var í fyrra á sama tíma með 515 veidda laxa. Þessi dæmi eru vissulega sláandi og heilt yfir er heildarveiðin miklum mun minni en var á sama tíma í fyrra. Hér má sjá lista yfir aflahæstu ár frá í sama tíma í fyrra og geta menn svo grátið eða skemmt sér eftir atvikum, við að bera saman við nýjan lista frá LV.Vísir ræddi við Guðna Guðbergsson, sem er sérfræðingur í ferskvatnsfiskum hjá Hafrannsóknarstofnun og hann segir teljara í laxastigum hreyfast afar hægt nú.Guðni hjá Hafró en honum kemur ekki á óvart hversu léleg laxveiðin er í sumar.fbl/anton brinkHann er reyndar ekkert mjög hissa á því að í sumar virðist ætla að verða aflabrestur og vísar þá til klakárgangsins frá 2015, sem var þá hrygning 2014 á Vesturlandi sem hafi verið léleg. Og árgangurinn þar á undan, sem er þá uppistaðan af þeim gönguseiðum sem gengu út síðasta vor. „Við áttum aldrei von á því að sá árangur yrði stór. Ofan á það leggst svo þetta vatnsleysi, þá verður enn minna úr göngum en kannski efni standa til og súrefnisinnihald vatns er lágt sem það leggst ofan á,“ segir Guðni. Hann segir hins vegar allt annað ástand á Norð-austurlandi, eða allt austan Aðaldals. Hann segir það rétt, spurður, að veiðleyfasalar séu þöglir nú en þá ber til þess að líta að það eru aldrei slæmar sögur úr veiði. Einu sögurnar sem eru sagðar eru þær góðu.
Stangveiði Tengdar fréttir Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveiðinni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi. 11. júlí 2019 06:30 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveiðinni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi. 11. júlí 2019 06:30