Handbolti

Gaupi segir það dellu hjá leikmönnum að gefa ekki kost á sér

Benedikt Bóas skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson fer til Spánar en ekki Teitur Örn Einarsson eða Haukur Þrastarson. Þeir gáfu ekki kost á sér.
Viktor Gísli Hallgrímsson fer til Spánar en ekki Teitur Örn Einarsson eða Haukur Þrastarson. Þeir gáfu ekki kost á sér. Vísir/Andri Marinó
Íþróttafréttamaðurinn og einn helsti handboltasérfræðingur landsins, Guðjón Guðmundsson, er ekki sáttur við Hauk Þrastarson, Teit Örn Atlason, Svein Andra Sveinsson og Arnar Frey Guðmundsson sem gáfu ekki kost á sér til að spila á HM U21 árs liða.

„Það er pirrandi þegar ungir leikmenn gefa ekki kost á sér í U21 í handbolta. Man ekki eftir því að þessi staða hafi komið upp á Íslandi. Kannski of góðir í þetta verkefni. Della,“ sagði Gaupi á samskiptaforritinu Twitter og bætti sínu merki við. Eina.





Haukur og Teitur hafa verið í ­A-landsliðinu undanfarna mánuði og spiluðu á HM í Danmörku og Þýskalandi í janúar. Viktor Gísli Hallgrímsson, sem einnig hefur verið í A-landsliðinu í síðustu leikjum, flýgur hins vegar með liðinu til Spánar.

Liðið er með Þýskalandi, Noregi, Danmörku, Argentínu og Síle í riðli en fjögur efstu liðin fara áfram í 16-liða úrslit. Mótið fer fram á Spáni síðar í júlí.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×