Fagnar komu landsliðsfyrirliðans Benedikt Bóas skrifar 11. júlí 2019 11:00 Sara Björk Gunnarsdóttir vísir/vilhelm „Glugginn er opinn og þetta eru klárlega stærstu félagaskiptin,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands, léttur í lund en hann fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gengu í stjórnina. Fyrir voru þar Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Breiðabliks, Hafdís Hinriksdóttir og Grímur Óli Geirsson. Kristinn segir að þær Sara og Berglind hafi báðar mikinn metnað fyrir hönd leikmanna og vilji taka þátt í því að standa vörð um hagsmuni þeirra. Markmið leikmannasamtakanna er jú að sinna og vekja athygli á málefnum leikmanna og gæta að hagsmunum þeirra. Þeir leikmenn sem eru spilandi eiga, að mati samtakanna, að láta sig málin varða bæði fyrir sig og leikmenn framtíðarinnar til að gera allt umhverfi íþróttanna betra. „Þetta er sterkt fyrir okkur sem samtök að fá landsliðsfyrirliða kvenna þarna inn og sterkt fyrir stelpur að þær sjái að við séum líka að hugsa um þeirra hagsmuni. Þetta með Söru kemur út frá þeirra ósk að við hjálpum landsliðsstelpunum að semja við KSÍ. Berglind hefur fengið þjónustu hjá okkur og veit hvað við gerum og hvað við getum gert og hversu mikilvægt starfið er.“ Berglind var á mála hjá Verona á Ítalíu þar sem atvinnumannsdraumurinn varð að martröð. Ítalska liðið braut ítrekað á samningi hennar og Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur. Launin voru ekki greidd á réttum tíma og fyrstu vikurnar bjuggu þær í lítilli íbúð með fjórum öðrum leikmönnum þar sem þær deildu rúmi. Einn samherji þeirra svaf frammi á gangi. Vandræði voru með hitann í íbúðinni og í þokkabót lak hún. Þjálfarinn vildi ekki að leikmenn brostu á æfingum og þær eyddu hátt í 30-40 þúsund krónum í 3G í símanum því ekkert var netið. Þær voru báðar í fjarnámi á Íslandi sem fer einungis fram á netinu. Svona mætti lengi telja. Berglind leitaði til Leikmannasamtaka Íslands sem höfðu samband við samtökin á Ítalíu og hjólin fóru að snúast þótt þau snerust hægt. „Ég var í miklu sambandi við Kristin sem hjálpaði okkur mikið úti á Ítalíu. Mér finnst geggjað að vera komin inn í þetta til að aðstoða aðra leikmenn. Núna hefur maður reynslu ef eitthvað kemur upp á hjá þeim,“ segir Berglind og bætir við að hún sé virkilega spennt fyrir væntanlegu hlutverki. Kristinn segir að það sé jákvætt skref að fá leikmenn sem séu að spila til að taka þátt í starfinu. „Þetta er skref í þá átt sem við erum að taka með FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Þeir vilja að við séum með fleiri leikmenn sem eru að spila í stjórninni. Það er því frábært að fá þær og Arnar Svein.“ Aðspurður hvort samtökin séu með nóg af málum á sinni könnu segir Kristinn að málin hafi þróast í rétta átt frá því hann stofnaði samtökin fyrir rúmlega fimm árum. „Það er miklu meira samstarf núna milli okkar og félaganna í landinu. Samstarf á milli okkar og KSÍ er orðið mun betra og við erum farin að vinna meira saman. Það hefur sýnt sig að það var vöntun á þessum samtökum og ef allt gengur upp þá náum við inn í FIFPro sem er mikilvægt, ekki bara fyrir okkur heldur alla leikmenn á Íslandi. Þá höfum við meiri stuðning og meira fjármagn. Við erum enn svolítið í sjálfboðavinnu en við sjáum möguleikann á að ráða starfsmann og jafnvel vera með skrifstofu þegar við göngum í raðir FIFPro.“Berglind Björg Þorvaldsdóttirvísir/bára Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
„Glugginn er opinn og þetta eru klárlega stærstu félagaskiptin,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands, léttur í lund en hann fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gengu í stjórnina. Fyrir voru þar Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Breiðabliks, Hafdís Hinriksdóttir og Grímur Óli Geirsson. Kristinn segir að þær Sara og Berglind hafi báðar mikinn metnað fyrir hönd leikmanna og vilji taka þátt í því að standa vörð um hagsmuni þeirra. Markmið leikmannasamtakanna er jú að sinna og vekja athygli á málefnum leikmanna og gæta að hagsmunum þeirra. Þeir leikmenn sem eru spilandi eiga, að mati samtakanna, að láta sig málin varða bæði fyrir sig og leikmenn framtíðarinnar til að gera allt umhverfi íþróttanna betra. „Þetta er sterkt fyrir okkur sem samtök að fá landsliðsfyrirliða kvenna þarna inn og sterkt fyrir stelpur að þær sjái að við séum líka að hugsa um þeirra hagsmuni. Þetta með Söru kemur út frá þeirra ósk að við hjálpum landsliðsstelpunum að semja við KSÍ. Berglind hefur fengið þjónustu hjá okkur og veit hvað við gerum og hvað við getum gert og hversu mikilvægt starfið er.“ Berglind var á mála hjá Verona á Ítalíu þar sem atvinnumannsdraumurinn varð að martröð. Ítalska liðið braut ítrekað á samningi hennar og Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur. Launin voru ekki greidd á réttum tíma og fyrstu vikurnar bjuggu þær í lítilli íbúð með fjórum öðrum leikmönnum þar sem þær deildu rúmi. Einn samherji þeirra svaf frammi á gangi. Vandræði voru með hitann í íbúðinni og í þokkabót lak hún. Þjálfarinn vildi ekki að leikmenn brostu á æfingum og þær eyddu hátt í 30-40 þúsund krónum í 3G í símanum því ekkert var netið. Þær voru báðar í fjarnámi á Íslandi sem fer einungis fram á netinu. Svona mætti lengi telja. Berglind leitaði til Leikmannasamtaka Íslands sem höfðu samband við samtökin á Ítalíu og hjólin fóru að snúast þótt þau snerust hægt. „Ég var í miklu sambandi við Kristin sem hjálpaði okkur mikið úti á Ítalíu. Mér finnst geggjað að vera komin inn í þetta til að aðstoða aðra leikmenn. Núna hefur maður reynslu ef eitthvað kemur upp á hjá þeim,“ segir Berglind og bætir við að hún sé virkilega spennt fyrir væntanlegu hlutverki. Kristinn segir að það sé jákvætt skref að fá leikmenn sem séu að spila til að taka þátt í starfinu. „Þetta er skref í þá átt sem við erum að taka með FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Þeir vilja að við séum með fleiri leikmenn sem eru að spila í stjórninni. Það er því frábært að fá þær og Arnar Svein.“ Aðspurður hvort samtökin séu með nóg af málum á sinni könnu segir Kristinn að málin hafi þróast í rétta átt frá því hann stofnaði samtökin fyrir rúmlega fimm árum. „Það er miklu meira samstarf núna milli okkar og félaganna í landinu. Samstarf á milli okkar og KSÍ er orðið mun betra og við erum farin að vinna meira saman. Það hefur sýnt sig að það var vöntun á þessum samtökum og ef allt gengur upp þá náum við inn í FIFPro sem er mikilvægt, ekki bara fyrir okkur heldur alla leikmenn á Íslandi. Þá höfum við meiri stuðning og meira fjármagn. Við erum enn svolítið í sjálfboðavinnu en við sjáum möguleikann á að ráða starfsmann og jafnvel vera með skrifstofu þegar við göngum í raðir FIFPro.“Berglind Björg Þorvaldsdóttirvísir/bára
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn