Erlent

Peningum rigndi þegar dyr á brynvörðum bíl opnuðust á ferð

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglan ætlar ekki að sækja þá til saka sem skila peningunum samviskusamlega.
Lögreglan ætlar ekki að sækja þá til saka sem skila peningunum samviskusamlega. Getty/Siri Stafford
Peningaseðlum rigndi yfir þjóðveg hjá norðanverðu Atlantaríki í Bandaríkjunum þegar dyr á brynvarðri sendiferðabifreið opnuðust skyndilega á meðan á keyrslu stóð.

Áætlað er að um 175 þúsund Bandaríkjadollarar hafi þar með flogið út úr bílnum, mörgum ökumönnum til mikillar ánægju. Dæmi eru um að bílstjórar hafi stoppað bifreiðar sínar og reynt að ná seðlunum.

Myndbönd náðust af því þegar ökumenn hoppuðu út úr bílum sínum og eltust við að grípa seðlana í flýti áður en vindurinn þeytti þeim á brott.

Um klukkan 20 að staðartíma bárust lögreglu þær fregnir frá neyðarlínunni að meira en fimmtán bifreiðar hafi verið stöðvaðar á þjóðveginum, í þeim tilgangi að grípa gæsina.

Lögregluþjónar og bílstjórar sendiferðabifreiðarinnar náðu einungis nokkur hundruð dollurum. Lögreglan minnti ökumenn á að það væri glæpur að halda fénu fyrir sig, og að nóg af myndböndum væri til staðar sem nýst gætu sem sönnunargögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×