Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 19:07 Harðlínumaðurinn Salvini, varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra Ítalíu, hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á stjórnvöldum í Kreml. Vísir/EPA Einn helsti ráðgjafi Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, ræddi við Rússa á laun um hvernig hægt væri að dæla rússneskum olíupeningunum inn í starf flokksins. Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var af fundinum sem fór fram í Moskvu í október.Vefsíðan Buzzfeed segist hafa upptökuna undir höndum og birti afrit upp úr henni. Á henni heyrist Gianluca Savoini, nánasti ráðgjafi Salvini, og tveir aðrir Ítalir ræða við þrjá ónefnda Rússa um hvernig hægt sé að beina tugum milljóna dollara af rússnesku olíufé inn í Bandalagið, meðal annars til að fjármagna kosningabaráttu flokksins fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fóru fram í maí. Ítölskum stjórnmálaflokkum er bannað að taka við háum framlögum frá erlendum aðilum. Buzzfeed segir að á upptökunni heyrist hvernig Savoini og viðmælendur hans ræddu um hvernig hægt væri að fela slóð fjármagnsflutninganna. Bandalagið þvertekur fyrir að það hafi þegið fé frá erlendum aðilum. Ræddu þeir um sölu rússnesks olíufyrirtækis á að minnsta kosti þremur milljónum tonna af olíu til ítalska olíufyrirtækisins Eni fyrir um 1,5 milljarða dollara. Viðskiptin færu fram í gegnum milliliði og myndi rússneska fyrirtækið veita afslætti upp á allt að 65 milljónir dollara. Þeim fjármunum yrði komið til Bandalagsins í gegnum milliliði. Bandalag Salvini hefur engu að síður ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Rússlandi Vladímírs Pútín forseta. Salvini er sagður hafa verið í Moskvu þegar fundurinn átti sér stað. Daginn áður hafi hann kallað refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga „efnahagslega, félagslega og menningarlega flónsku“. Buzzfeed segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi orðið úr fjárstuðningnum sem Savoini ræddi um á fundinum í Moskvu. Stutt er síðan leiðtogi austurríska hægriöfgaflokksins og varakanslari landsins, Heinz-Christian Strache, þurfti að segja af sér þegar upptökur voru birtar af honum þar sem hann ræddi um skipti á opinberum framkvæmdum og fjárstuðningi frá Rússlandi. Ítalía Rússland Tengdar fréttir Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58 Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, ræddi við Rússa á laun um hvernig hægt væri að dæla rússneskum olíupeningunum inn í starf flokksins. Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var af fundinum sem fór fram í Moskvu í október.Vefsíðan Buzzfeed segist hafa upptökuna undir höndum og birti afrit upp úr henni. Á henni heyrist Gianluca Savoini, nánasti ráðgjafi Salvini, og tveir aðrir Ítalir ræða við þrjá ónefnda Rússa um hvernig hægt sé að beina tugum milljóna dollara af rússnesku olíufé inn í Bandalagið, meðal annars til að fjármagna kosningabaráttu flokksins fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fóru fram í maí. Ítölskum stjórnmálaflokkum er bannað að taka við háum framlögum frá erlendum aðilum. Buzzfeed segir að á upptökunni heyrist hvernig Savoini og viðmælendur hans ræddu um hvernig hægt væri að fela slóð fjármagnsflutninganna. Bandalagið þvertekur fyrir að það hafi þegið fé frá erlendum aðilum. Ræddu þeir um sölu rússnesks olíufyrirtækis á að minnsta kosti þremur milljónum tonna af olíu til ítalska olíufyrirtækisins Eni fyrir um 1,5 milljarða dollara. Viðskiptin færu fram í gegnum milliliði og myndi rússneska fyrirtækið veita afslætti upp á allt að 65 milljónir dollara. Þeim fjármunum yrði komið til Bandalagsins í gegnum milliliði. Bandalag Salvini hefur engu að síður ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Rússlandi Vladímírs Pútín forseta. Salvini er sagður hafa verið í Moskvu þegar fundurinn átti sér stað. Daginn áður hafi hann kallað refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga „efnahagslega, félagslega og menningarlega flónsku“. Buzzfeed segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi orðið úr fjárstuðningnum sem Savoini ræddi um á fundinum í Moskvu. Stutt er síðan leiðtogi austurríska hægriöfgaflokksins og varakanslari landsins, Heinz-Christian Strache, þurfti að segja af sér þegar upptökur voru birtar af honum þar sem hann ræddi um skipti á opinberum framkvæmdum og fjárstuðningi frá Rússlandi.
Ítalía Rússland Tengdar fréttir Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58 Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58
Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21