Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2019 09:15 Teodoro Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, hefur reglulega lýst stuðningi við fíkefnistríðið - sem og nasista. SÞ Með samþykkt tillögu, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. Þetta skrifar utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin Jr., á Twitter-síðu sína í gærkvöld og vísar þar til tillögu Íslands um að gerð verði úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja skrif utanríkisráðherrans vera forkastanleg og til marks um örvæntingu filippeyskra stjórnvalda. „Þetta er svívirðileg og illkvittin yfirlýsing frá æðsta erindreka Filippseyja. Hún er til marks um örvæntingafullar tilraunir ríkisstjórnar landsins til að þvo hendur sínar af hinu ógeðfellda fíkniefnastríði,“ segir fulltrúi samtakanna. If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019 Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Heillaður af nasistum Fyrrnefndur utanríkisráðherra landsins hefur margoft lýst stuðningi sínum við framgöngu Duterte í þessum málum, enda hefur Locsin sagst efast um að fíkniefnaneytendur geti nokkurn tímann losað sig úr viðjum fíknarinnar. Þannig vakti töluverða athygli þegar hann bar fíknefnastríðið saman við „lokalausn“ nasista „á gyðingavandamálinu“ enda hefðu þeir ekki haft „algjörlega rangt fyrir sér.“ Locsin dró nasistaummæli sín til baka með semingi um leið og hann hótaði öllum þeim sem þóttu skrif hans gagnrýniverð. Eitt þeirra tísta sem Locsin eyddi eftir harða gagnrýni.Twitter Áætlað er að greidd verði atkvæði um tillögu Íslands í mannréttindaráðinu á morgun. Hún felur í sér hvatningu til stjórnvalda í Manila um að „grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að sporna við ólöglegum aftökum og þvinguðum mannshvörfum“ á Filippseyjum. Auk þess eru stjórnvöld hvött til að hefja sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á ástandinu, taka við alþjóðlegum eftirlitsmönnum og draga þá sem að mannréttindabrotunum standa til ábyrgðar, í samræmi við alþjóðalög og samþykktir. Alls hafa 47 ríki atkvæðarétt í ráðinu en auk Íslands hafa 28 ríki sett nafn sitt við tillöguna. Fulltrúar Filippseyja í mannréttindaráðinu hafa þó mótmælt henni harðlega og stormað út af fundum ráðsins þegar hún hefur borið á góma. Stjórnvöld í Manila telja tillöguna vera freklegt inngrip í sjálfstæði þjóðarinnar, forseti landsins njóti yfirgnæfandi stuðnings landsmanna og hafi því ríkt umboð til að framfylgja stefnu sinni í fíkniefnamálum. Þá hefur sendiherra Filippseyja lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni, sem utanríkisráðherra hefur vísað til föðurhúsanna. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Með samþykkt tillögu, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. Þetta skrifar utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin Jr., á Twitter-síðu sína í gærkvöld og vísar þar til tillögu Íslands um að gerð verði úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja skrif utanríkisráðherrans vera forkastanleg og til marks um örvæntingu filippeyskra stjórnvalda. „Þetta er svívirðileg og illkvittin yfirlýsing frá æðsta erindreka Filippseyja. Hún er til marks um örvæntingafullar tilraunir ríkisstjórnar landsins til að þvo hendur sínar af hinu ógeðfellda fíkniefnastríði,“ segir fulltrúi samtakanna. If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019 Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Heillaður af nasistum Fyrrnefndur utanríkisráðherra landsins hefur margoft lýst stuðningi sínum við framgöngu Duterte í þessum málum, enda hefur Locsin sagst efast um að fíkniefnaneytendur geti nokkurn tímann losað sig úr viðjum fíknarinnar. Þannig vakti töluverða athygli þegar hann bar fíknefnastríðið saman við „lokalausn“ nasista „á gyðingavandamálinu“ enda hefðu þeir ekki haft „algjörlega rangt fyrir sér.“ Locsin dró nasistaummæli sín til baka með semingi um leið og hann hótaði öllum þeim sem þóttu skrif hans gagnrýniverð. Eitt þeirra tísta sem Locsin eyddi eftir harða gagnrýni.Twitter Áætlað er að greidd verði atkvæði um tillögu Íslands í mannréttindaráðinu á morgun. Hún felur í sér hvatningu til stjórnvalda í Manila um að „grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að sporna við ólöglegum aftökum og þvinguðum mannshvörfum“ á Filippseyjum. Auk þess eru stjórnvöld hvött til að hefja sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á ástandinu, taka við alþjóðlegum eftirlitsmönnum og draga þá sem að mannréttindabrotunum standa til ábyrgðar, í samræmi við alþjóðalög og samþykktir. Alls hafa 47 ríki atkvæðarétt í ráðinu en auk Íslands hafa 28 ríki sett nafn sitt við tillöguna. Fulltrúar Filippseyja í mannréttindaráðinu hafa þó mótmælt henni harðlega og stormað út af fundum ráðsins þegar hún hefur borið á góma. Stjórnvöld í Manila telja tillöguna vera freklegt inngrip í sjálfstæði þjóðarinnar, forseti landsins njóti yfirgnæfandi stuðnings landsmanna og hafi því ríkt umboð til að framfylgja stefnu sinni í fíkniefnamálum. Þá hefur sendiherra Filippseyja lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni, sem utanríkisráðherra hefur vísað til föðurhúsanna.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55