Göngutúrinn er fimm hundruð kílómetrar Sigtryggur Ari skrifar 10. júlí 2019 07:00 Kristján Helgi Carrasco og Kristinn Birkisson eftir að hafa komist í hann krappan í Kreppu. Þeir komust yfir að lokum. Fréttablaðið/Sigtryggur ARI „Einmitt núna erum við á áttunda degi göngunnar, þvert yfir landið,“ sagði Kristján Helgi Carrasco sem blaðamaður Fréttablaðsins hitti í Hvannalindum á sunnudaginn var. Kristján og félagi hans, Kristinn Birkisson, eru nú á gönguferð þvert yfir Ísland, frá fjörunni í Lóni að austanverðu, alla leið yfir hálendið og niður í Borgarfjörð í vestri. Gangan er ríflega 500 kílómetra löng og reikna félagarnir með að nota allan júlímánuð til þess að klára hana. Er blaðamaður rakst á Kristján og Kristin höfðu þeir nýlokið við að vaða jökulána Kreppu, sem er með þeim stærri og ógnvænlegri. „Við reyndum að vaða Kreppu í gærkvöldi, en þá var allt of mikið í henni,“ sagði Kristinn „Við slógum upp tjaldi og ákváðum að bíða til morguns. Í morgun reyndum við aftur við sama vað og í gær, en það gekk ekki hjá okkur. Það liðu samt alls fimmtíu mínútur frá því að við fórum út í þangað til við komumst aftur upp úr jökulvatninu og upp á bakka. Þá þurftum við að hlýja okkur og borða áður en við leituðum að nýju vaði. Þetta gekk þó að lokum.“ Þeir Kristján og Kristinn sögðu heilsuna góða og andann vera léttan. „Hælarnir eiga nú samt dálítið bágt,“ bætti Kristinn við. „Við erum brattir.“ Þeir félagar greina frá því á Facebook-síðu þar sem sagt er frá ferðinni að upphaflega hugmyndin sé ættuð frá þeim Róberti Marshall, Brynhildi Ólafsdóttur, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og Einari Skúlasyni. Leiðarvalið miðaðist meðal annars við að gengið yrði að mestu um algerar óbyggðir og að á leiðinni yrði að sigrast á talsverðum áskorunum. Nánari upplýsingar og fréttir af ferðum vinanna er að finna á Facebook-síðunni Kristján og Kristinn á Öræfaleið. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Einmitt núna erum við á áttunda degi göngunnar, þvert yfir landið,“ sagði Kristján Helgi Carrasco sem blaðamaður Fréttablaðsins hitti í Hvannalindum á sunnudaginn var. Kristján og félagi hans, Kristinn Birkisson, eru nú á gönguferð þvert yfir Ísland, frá fjörunni í Lóni að austanverðu, alla leið yfir hálendið og niður í Borgarfjörð í vestri. Gangan er ríflega 500 kílómetra löng og reikna félagarnir með að nota allan júlímánuð til þess að klára hana. Er blaðamaður rakst á Kristján og Kristin höfðu þeir nýlokið við að vaða jökulána Kreppu, sem er með þeim stærri og ógnvænlegri. „Við reyndum að vaða Kreppu í gærkvöldi, en þá var allt of mikið í henni,“ sagði Kristinn „Við slógum upp tjaldi og ákváðum að bíða til morguns. Í morgun reyndum við aftur við sama vað og í gær, en það gekk ekki hjá okkur. Það liðu samt alls fimmtíu mínútur frá því að við fórum út í þangað til við komumst aftur upp úr jökulvatninu og upp á bakka. Þá þurftum við að hlýja okkur og borða áður en við leituðum að nýju vaði. Þetta gekk þó að lokum.“ Þeir Kristján og Kristinn sögðu heilsuna góða og andann vera léttan. „Hælarnir eiga nú samt dálítið bágt,“ bætti Kristinn við. „Við erum brattir.“ Þeir félagar greina frá því á Facebook-síðu þar sem sagt er frá ferðinni að upphaflega hugmyndin sé ættuð frá þeim Róberti Marshall, Brynhildi Ólafsdóttur, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og Einari Skúlasyni. Leiðarvalið miðaðist meðal annars við að gengið yrði að mestu um algerar óbyggðir og að á leiðinni yrði að sigrast á talsverðum áskorunum. Nánari upplýsingar og fréttir af ferðum vinanna er að finna á Facebook-síðunni Kristján og Kristinn á Öræfaleið.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp