Segir greiðslufrest Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins ekki of langan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. júlí 2019 14:13 Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. Samningi hafi verið rift um leið og ljóst var að umsamin greiðsla væri ekki að berast. Þá geti hann ekki svarað fyrir það hvers vegna haft var eftir Sveini Andra Sveinssyni, hinum skiptastjóra búsins, í fjölmiðlum að búið væri að greiða uppsett kaupverð fyrir eignirnar. Morgunblaðið greindi frá því um helgina að samningi þrotabús WOW air við bandarísku athafnakonuna Michele Ballarin hefði verið slitið vegna ítrekaðra vanefnda um greiðslu fyrir flugrekstrareignir búsins. Þá kom jafnframt fram að samkvæmt heimildum þess hafi heildarvirði viðskiptanna verið hundrað og áttatíu milljónir króna sem hafi átt að greiðast í þremur áföngum. Kröfuhafar í þrotabúinu sem fréttastofa ræddi við um helgina gagnrýndu harðlega greiðslufrestinn sem Ballarin hafði fengið. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóri búsins, kannast ekki við þá gagnrýni. „Enda sé ég ekki af hverju kröfuhafar ættu að hafa skoðun á því eða áhyggjur af því máli,“ segir Þorsteinn. Greiðslufresturinn hafi ekki verið of langur. „Við tókum af skarið þegar ljóst var að greiðslan var ekki að berast,“ bætti hann við. Þann 12. júlí síðastliðinn var haft eftir Sveini Andra Sveinssyni, öðrum skiptastjóra búsins, að uppsett kaupverð hefði verið greitt fyrir eignirnar. Eftir að fréttir bárust um kaupverðið hefði aldrei verið greitt hefur fréttastofa ítrekað reynt að fá svör frá Sveini Andra um málið, en án árangurs. Þorsteinn segir að það hafi vissulega komist á kaupsamningur milli aðila en kaupverðið hafi ekki verið greitt og því hafi samningi verið rift. Hann geti ekki tjáð sig um hvað fór fram á milli Sveins Andra og blaðamanns Fréttablaðsins og hvort að orð Sveins Andra hafi mögulega verið mistúlkuð. „Ég get aðeins sagt það eitt að við eltum ekki það sem segir í fjölmiðlum. Við erum að vinna okkar vinnu sem er í þágu kröfuhafa búsins en getum ekki staðið í því að elta ummæli í fjölmiðlum," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að eftir að fréttir af riftun bárust hafi nokkrir aðilar lýst yfir áhuga á eignunum. „Bæði um kaup á vörumerki og tengdum hlutum sem og varahlutalager.“ „Þetta eru tvennskonar hlutir . annars vegar varahlutir og lager tengdir þotunum og fleira og það er sjálfstæð eining sem hægt er að selja á almennum markaði út um allan heim. Og svo eru það eignir tengdar vörumerkinu, hugbúnaður og fleira sem er annar hluti og getur verið sjálfstætt andlag sölu. Bæði innlendir og erlendir aðilar hafi sýnt eignunum áhuga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hópur fyrrverandi lykilstarfsmanna hins fallna flugfélags, sem kennir sig við WAB-air, meðal þeirra sem skoða nú að kaupa eignir úr búinu. Skipastjórarnir höfnuðu tilboði WAB í eignir búsins fyrr í sumar en tilboð Ballarin var talið betra að sögn Þorsteins. „Við bara tökum því tilboði sem við teljum vera best og er best.“ Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. Samningi hafi verið rift um leið og ljóst var að umsamin greiðsla væri ekki að berast. Þá geti hann ekki svarað fyrir það hvers vegna haft var eftir Sveini Andra Sveinssyni, hinum skiptastjóra búsins, í fjölmiðlum að búið væri að greiða uppsett kaupverð fyrir eignirnar. Morgunblaðið greindi frá því um helgina að samningi þrotabús WOW air við bandarísku athafnakonuna Michele Ballarin hefði verið slitið vegna ítrekaðra vanefnda um greiðslu fyrir flugrekstrareignir búsins. Þá kom jafnframt fram að samkvæmt heimildum þess hafi heildarvirði viðskiptanna verið hundrað og áttatíu milljónir króna sem hafi átt að greiðast í þremur áföngum. Kröfuhafar í þrotabúinu sem fréttastofa ræddi við um helgina gagnrýndu harðlega greiðslufrestinn sem Ballarin hafði fengið. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóri búsins, kannast ekki við þá gagnrýni. „Enda sé ég ekki af hverju kröfuhafar ættu að hafa skoðun á því eða áhyggjur af því máli,“ segir Þorsteinn. Greiðslufresturinn hafi ekki verið of langur. „Við tókum af skarið þegar ljóst var að greiðslan var ekki að berast,“ bætti hann við. Þann 12. júlí síðastliðinn var haft eftir Sveini Andra Sveinssyni, öðrum skiptastjóra búsins, að uppsett kaupverð hefði verið greitt fyrir eignirnar. Eftir að fréttir bárust um kaupverðið hefði aldrei verið greitt hefur fréttastofa ítrekað reynt að fá svör frá Sveini Andra um málið, en án árangurs. Þorsteinn segir að það hafi vissulega komist á kaupsamningur milli aðila en kaupverðið hafi ekki verið greitt og því hafi samningi verið rift. Hann geti ekki tjáð sig um hvað fór fram á milli Sveins Andra og blaðamanns Fréttablaðsins og hvort að orð Sveins Andra hafi mögulega verið mistúlkuð. „Ég get aðeins sagt það eitt að við eltum ekki það sem segir í fjölmiðlum. Við erum að vinna okkar vinnu sem er í þágu kröfuhafa búsins en getum ekki staðið í því að elta ummæli í fjölmiðlum," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að eftir að fréttir af riftun bárust hafi nokkrir aðilar lýst yfir áhuga á eignunum. „Bæði um kaup á vörumerki og tengdum hlutum sem og varahlutalager.“ „Þetta eru tvennskonar hlutir . annars vegar varahlutir og lager tengdir þotunum og fleira og það er sjálfstæð eining sem hægt er að selja á almennum markaði út um allan heim. Og svo eru það eignir tengdar vörumerkinu, hugbúnaður og fleira sem er annar hluti og getur verið sjálfstætt andlag sölu. Bæði innlendir og erlendir aðilar hafi sýnt eignunum áhuga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hópur fyrrverandi lykilstarfsmanna hins fallna flugfélags, sem kennir sig við WAB-air, meðal þeirra sem skoða nú að kaupa eignir úr búinu. Skipastjórarnir höfnuðu tilboði WAB í eignir búsins fyrr í sumar en tilboð Ballarin var talið betra að sögn Þorsteins. „Við bara tökum því tilboði sem við teljum vera best og er best.“
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira