Sport

Katrín Tanja mætir til Madison með nýja bók eftir sig sjálfa: „Dóttir“ að koma út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir með bókina sína.
Katrín Tanja Davíðsdóttir með bókina sína. Skjámynd/Instagram/katrintanja
Katrín Tanja Davíðsdóttir mætir ekki aðeins á heimsleikanna í heimsklassaformi heldur einnig sem nýútgefinn rithöfundur.

„Ég þarf enn að klípa sjálfa mig. Trúi því varla enn að bókin sé orðin að veruleika,“ sagði Katrín Tanja í færslu á Instagram síðu.

Katrín Tanja skrifaði bókina með Rory McKernna og fjallar hún um sögu hennar og hvernig hún fór að því að verða hraustasta kona heims í tvígang.

Katrín Tanja vann heimsleikana tvö ár í röð frá 2015 til 2016 en endaði í þriðja sæti á leikunum í fyrra.

Bókin heitir „Dóttir“ og er einnig með undirtitilinn „My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion“ en bókin er skrifuð á ensku.

„Ég er svo spennt og stolt af þessari bók. Ég hef alltaf lært mest af sögum og reynslu annarra. Þetta fólk hefur gefið mér trú og sýnt mér hvað sé mögulegt. Ég vildi alltaf deila mínu ferðalagi hingað til,“ skrifaði Katrín Tanja.

Katrín Tanja ætlar að bjóða upp á kaupendum bókarinnar að hitta sig á þremur stöðum í framhaldi af heimsleikunum eða í Madison, Chicago og Boston. Katrín Tanja mun þar árita bókina sína.







Heimsleikarnir í ár verða í beinni útsendingu hér inn á Vísi og líka á Stöð 2 Sport 3. Leikarnir hefjast á fimmtudaginn 1. ágúst og standa yfir fram á sunnudaginn 4. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×