ÍBV hefur lánað Guðmund Magnússon til Víkings Ó. út tímabilið. Frá þessu er greint á Fótbolta.net.
Guðmundur þekkir vel til hjá Víkingi en hann lék með liðinu á árunum 2011-13, þar af eitt tímabil í Pepsi-deildinni.
Guðmundur fylgdi Pedro Hipolito frá Fram til ÍBV í vetur. Hann lék ellefu leiki með ÍBV í deild og bikar og skoraði þrjú mörk.
Framherjinn var ekki í leikmannahópi ÍBV þegar liðið tapaði fyrir Grindavík, 1-2, í dag.
Guðmundur var næstmarkahæstur í Inkasso-deildinni í fyrra. Hann skoraði þá 18 mörk í 22 leikjum fyrir Fram.
Víkingur er í 5. sæti Inkasso-deildarinnar með 22 stig, fimm stigum frá 2. sætinu. Næsti leikur liðsins er einmitt gegn liðinu í 2. sæti, Þór, á þriðjudaginn.
Guðmundur endurnýjar kynnin við Ólafsvík

Tengdar fréttir

Gary: Kraftaverk ef við höldum okkur í deildinni
Gary Martin var gríðarlega svekktur eftir tapið í Grindavík í dag enda um algjöran lykilleik að ræða fyrir ÍBV.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 2-1│Brekka Eyjamanna brattari eftir tap í Grindavík
Grindavík vann mikilvægan sigur á Eyjamönnum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Sigurinn var sá fyrsti í deildinni hjá Grindvíkingum síðan 20.maí en Eyjamenn sitja áfram einir á botninum eftir tapið.

Mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur
KA vann FH og Grindavík lagði botnlið ÍBV að velli.