Leikmaður Víkings varð bikarmeistari í hástökki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2019 19:59 Örvar vippar sér yfir rána. mynd/frí Örvari Eggertssyni, leikmanni Víkings R. í Pepsi Max-deild karla, er fleira til lista lagt en að spila fótbolta. Örvar gerði sér lítið fyrir og vann sigur í hástökki í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands utanhúss í Kaplakrika í gær. Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, benti á þessa skemmtilegu staðreynd á Twitter.Á laugardaginn fór Pepsídeildar leikmaðurinn Örvar Eggertsson beint af fótboltaæfingu á Bikarmót í frjálsum þar sem hann stökk 2.01 í hástökki og hlaut gullverðlaun fyrir. Nokkuð gott fyrir mann sem æfir ekki frjálsar. Ekki eins gott fyrir þá sem æfa. — Einar Gudnason (@EinarGudna) July 28, 2019 Örvar, sem keppti fyrir FH, hafði betur í baráttu við ÍR-inginn Benjamín Jóhann Johnsen. Þeir stukku báðir yfir 2,01 metra. Benjamín felldi hins vegar 1,95 metra einu sinni og því var sigurinn Örvars.Örvar stökk í fyrsta sinn yfir tvo metra í gær.mynd/fríHann stórbætti sinn besta árangur í hástökki. Gamla metið hans var 1,83 metrar sem hann náði fyrir þremur árum. Örvar á ekki langt að sækja frjálsíþróttahæfileikana en foreldrar hans, Eggert Bogason og Ragnheiður Ólafsdóttir, voru bæði afreksfólk í frjálsum. Auk þess að vinna hástökkið fagnaði Örvar bikarmeistaratitli með félögum sínum í FH. Fimleikafélagið fékk 135 stig en ÍR 118 stig. Það er skammt stórra högga á milli hjá Örvari því annað kvöld mæta hann og félagar hans í Víkingi Breiðabliki í 14. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Örvar, sem er tvítugur, hefur leikið átta leiki í deild og bikar með Víkingum í sumar.Örvar í leik með Víkingi R. gegn Víkingi Ó. síðasta sumar.vísir/vilhelm Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH stöðvaði sigurgöngu ÍR í bikarnum FH er bikarmeistari í frjálsum íþróttum eftir nokkuð öruggan sigur á 53. bikarmóti FRÍ í Kaplakrika í dag. 27. júlí 2019 17:15 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Örvari Eggertssyni, leikmanni Víkings R. í Pepsi Max-deild karla, er fleira til lista lagt en að spila fótbolta. Örvar gerði sér lítið fyrir og vann sigur í hástökki í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands utanhúss í Kaplakrika í gær. Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, benti á þessa skemmtilegu staðreynd á Twitter.Á laugardaginn fór Pepsídeildar leikmaðurinn Örvar Eggertsson beint af fótboltaæfingu á Bikarmót í frjálsum þar sem hann stökk 2.01 í hástökki og hlaut gullverðlaun fyrir. Nokkuð gott fyrir mann sem æfir ekki frjálsar. Ekki eins gott fyrir þá sem æfa. — Einar Gudnason (@EinarGudna) July 28, 2019 Örvar, sem keppti fyrir FH, hafði betur í baráttu við ÍR-inginn Benjamín Jóhann Johnsen. Þeir stukku báðir yfir 2,01 metra. Benjamín felldi hins vegar 1,95 metra einu sinni og því var sigurinn Örvars.Örvar stökk í fyrsta sinn yfir tvo metra í gær.mynd/fríHann stórbætti sinn besta árangur í hástökki. Gamla metið hans var 1,83 metrar sem hann náði fyrir þremur árum. Örvar á ekki langt að sækja frjálsíþróttahæfileikana en foreldrar hans, Eggert Bogason og Ragnheiður Ólafsdóttir, voru bæði afreksfólk í frjálsum. Auk þess að vinna hástökkið fagnaði Örvar bikarmeistaratitli með félögum sínum í FH. Fimleikafélagið fékk 135 stig en ÍR 118 stig. Það er skammt stórra högga á milli hjá Örvari því annað kvöld mæta hann og félagar hans í Víkingi Breiðabliki í 14. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Örvar, sem er tvítugur, hefur leikið átta leiki í deild og bikar með Víkingum í sumar.Örvar í leik með Víkingi R. gegn Víkingi Ó. síðasta sumar.vísir/vilhelm
Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH stöðvaði sigurgöngu ÍR í bikarnum FH er bikarmeistari í frjálsum íþróttum eftir nokkuð öruggan sigur á 53. bikarmóti FRÍ í Kaplakrika í dag. 27. júlí 2019 17:15 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
FH stöðvaði sigurgöngu ÍR í bikarnum FH er bikarmeistari í frjálsum íþróttum eftir nokkuð öruggan sigur á 53. bikarmóti FRÍ í Kaplakrika í dag. 27. júlí 2019 17:15