Fullyrðir að Bjarni Benediktsson hætti ekki í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2019 13:00 Friðjón Friðjónsson Miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum segir ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins um flokkinn vonbrigði. Þá segir hann það af og frá að Bjarni Benediktsson hafi áform um að hætta í haust. Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokkum og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau um strauma og stefnur á hægri væng stjórnmálanna hérlendis í tengslum við þriðja orkupakkann. Friðsjón segir þetta ekki í fyrsta sinn sem átök og klofning má sjá í Sjálfstæðisflokknum, sem alltaf hafi staðið slík átök af sér. Þá segir hann ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins vonbrigði. „Mér finnst það mjög leitt að gamlir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið undir þessi sjónarmið og séu komnir þangað því Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf stært sig af því að vera alþjóðasinnaður flokkur sem vill standa í alþjóðasamstarfi,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Hanna segir stöðu Sjálfstæðisflokksins ekki einsdæmi. „Staðan hér og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið í miðri hringiðjunni er ekki einsdæmi. Þetta er að gerast úti um allt í kringum okkur. Fyrir ekkert svo löngu var talað um að frjálslyndið væri dautt en staðreyndin virðist vera sú að þeir straumar sem eru mest undir árás núna er íhaldssemin,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Þá segir Friðjón það spuna að Bjarni Benediktsson sé að hætta. „Ég ætla að fullyrða það að Bjarni Benediktsson sé ekki að hætta í haust sem formaður Sjálfstæðisflokksins eða í pólitík. Það kæmi mér bara gríðarlega á óvart. Hann á enn erindi og það er margt að gera í þessari ríkisstjórn og hann er klárlega ekki að fara að gefast upp fyrir þessum látum og þessum áróðri sem kemur úr þessum ranni,“ sagði Friðjón. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum segir ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins um flokkinn vonbrigði. Þá segir hann það af og frá að Bjarni Benediktsson hafi áform um að hætta í haust. Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokkum og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau um strauma og stefnur á hægri væng stjórnmálanna hérlendis í tengslum við þriðja orkupakkann. Friðsjón segir þetta ekki í fyrsta sinn sem átök og klofning má sjá í Sjálfstæðisflokknum, sem alltaf hafi staðið slík átök af sér. Þá segir hann ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins vonbrigði. „Mér finnst það mjög leitt að gamlir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið undir þessi sjónarmið og séu komnir þangað því Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf stært sig af því að vera alþjóðasinnaður flokkur sem vill standa í alþjóðasamstarfi,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Hanna segir stöðu Sjálfstæðisflokksins ekki einsdæmi. „Staðan hér og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið í miðri hringiðjunni er ekki einsdæmi. Þetta er að gerast úti um allt í kringum okkur. Fyrir ekkert svo löngu var talað um að frjálslyndið væri dautt en staðreyndin virðist vera sú að þeir straumar sem eru mest undir árás núna er íhaldssemin,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Þá segir Friðjón það spuna að Bjarni Benediktsson sé að hætta. „Ég ætla að fullyrða það að Bjarni Benediktsson sé ekki að hætta í haust sem formaður Sjálfstæðisflokksins eða í pólitík. Það kæmi mér bara gríðarlega á óvart. Hann á enn erindi og það er margt að gera í þessari ríkisstjórn og hann er klárlega ekki að fara að gefast upp fyrir þessum látum og þessum áróðri sem kemur úr þessum ranni,“ sagði Friðjón.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58