Enski boltinn

Liverpool staðfestir komu yngsta leikmanns í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elliott er kominn til Liverpool.
Elliott er kominn til Liverpool. vísir/getty
Liverpool hefur gengið frá kaupum á hinum sextán ára gamla miðjumanni, Harvey Elliott, en hann kemur til félagsins frá Fulham.

Elliott varð á síðustu leiktíð yngsti leikmaðurinn til að spila í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er hann spilaði með Fulham gegn Wolves einungis 16 ára og 30 daga gamall.







Liverpool greinir frá því á heimasíðu sinni að hann verði í leikmannahópi liðsins sem mætir Napoli í æfingarleik í Edinborg síðar í dag.

Mörg stærstu lið Evrópu voru reiðubúin að semja við Englendinginn en Real Madrid, PSG og Manchester City voru á meðal liða sem voru tilbúin að fá Elliott til sín.







Elliott er því annar ungi og efnilegi leikmaðurinn sem Liverpool fær til sín í sumar en hinn sautján ára gamli varnarmaður, Sepp van den Berg, gekk í raðir félagsins fyrr í sumar frá PEC Zwolle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×