Kemst Max Holloway aftur á skrið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. júlí 2019 07:00 Max Holloway og Frankie Edgar. Vísir/Getty UFC 240 fer fram í nótt í Kanada þar sem barist verður um fjaðurvigtartitilinn. Þeir Max Holloway og Frankie Edgar mætast í aðalbardaga kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Holloway eftir erfitt tap í apríl. Max Holloway tapaði fyrir Dustin Poirier í apríl eftir dómaraákvörðun. Holloway fór upp í léttvigt og freistaði þess að verða bráðabirgðarmeistari UFC með sigri á Poirier. Holloway beið lægri hlut í frumraun sinni í léttvigt og mátti hola mörg þung högg frá stærri andstæðingi. Þar með lauk magnaðri 13 bardaga sigurgöngu Holloway sem hófst í janúar 2014. Nú er hann kominn aftur í fjaðurvigtina þar sem hann er enn meistari og mætir Frankie Edgar. Edgar er vanur því berjast í stórum bardögum en bardaginn í nótt verður níundi titilbardagi hans á ferlinum. Edgar varð léttvigtarmeistari árið 2010 en hefur ekki unnið titilbardaga síðan 2011. Nú er hann orðinn 37 ára gamall og spurning hvort þetta sé hans síðasta tækifæri. Frankie Edgar á erfitt verkefni fyrir höndum en það eru á kreiki spurningamerki um Max Holloway. Niðurskurðurinn er alltaf erfiður fyrir Holloway þó hann hafi ekki látið það trufla sig í búrinu hingað til. Holloway var með bullandi sjálfstraust á 13 bardaga sigurgöngu sinni og leit út fyrir að hreinlega geta ekki tapað en nú er spurning hvort hann sé með sama sjálfstraust. Auk þess er stóra spurningin hvort Holloway hafi jafnað sig almennilega eftir fimm lotu stríð í apríl? Veðbankar telja Holloway sigurstranglegri en eins og sagan hefur sýnt okkur er aldrei hægt að afskrifa Frankie Edgar sem gefst aldrei upp. UFC 240 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2:00. MMA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
UFC 240 fer fram í nótt í Kanada þar sem barist verður um fjaðurvigtartitilinn. Þeir Max Holloway og Frankie Edgar mætast í aðalbardaga kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Holloway eftir erfitt tap í apríl. Max Holloway tapaði fyrir Dustin Poirier í apríl eftir dómaraákvörðun. Holloway fór upp í léttvigt og freistaði þess að verða bráðabirgðarmeistari UFC með sigri á Poirier. Holloway beið lægri hlut í frumraun sinni í léttvigt og mátti hola mörg þung högg frá stærri andstæðingi. Þar með lauk magnaðri 13 bardaga sigurgöngu Holloway sem hófst í janúar 2014. Nú er hann kominn aftur í fjaðurvigtina þar sem hann er enn meistari og mætir Frankie Edgar. Edgar er vanur því berjast í stórum bardögum en bardaginn í nótt verður níundi titilbardagi hans á ferlinum. Edgar varð léttvigtarmeistari árið 2010 en hefur ekki unnið titilbardaga síðan 2011. Nú er hann orðinn 37 ára gamall og spurning hvort þetta sé hans síðasta tækifæri. Frankie Edgar á erfitt verkefni fyrir höndum en það eru á kreiki spurningamerki um Max Holloway. Niðurskurðurinn er alltaf erfiður fyrir Holloway þó hann hafi ekki látið það trufla sig í búrinu hingað til. Holloway var með bullandi sjálfstraust á 13 bardaga sigurgöngu sinni og leit út fyrir að hreinlega geta ekki tapað en nú er spurning hvort hann sé með sama sjálfstraust. Auk þess er stóra spurningin hvort Holloway hafi jafnað sig almennilega eftir fimm lotu stríð í apríl? Veðbankar telja Holloway sigurstranglegri en eins og sagan hefur sýnt okkur er aldrei hægt að afskrifa Frankie Edgar sem gefst aldrei upp. UFC 240 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2:00.
MMA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira