Fimmundruð farþegar voru um borð í Herjólfi í gærkvöldi. Skipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, um 30% fleiri en gamli Herjólfur.
Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum og fangaði siglinguna á myndband, sem horfa má á í spilaranum hér að neðan.