Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 0-2 | Fylkir með mikilvæg þrjú stig í fallbaráttunni Gabríel Sighvatsson skrifar 28. júlí 2019 16:30 Marija Radojicic skoraði bæði mörk Fylkis í dag. vísir/bára KR-konur tóku á móti Fylki í miklum fallbaráttuslag í tólftu umferð Pepsi Max deildar kvenna en liðin voru jöfn að stigum við botn deildarinnar, Fylkir í fallsæti á verri markatölu. Leikurinn var fjörugur og þónokkuð mikið um færi í fyrri hálfleik. Fylkir byrjaði leikinn betur og komst yfir strax á 11. mínútu þegar Marija Radojicic hamraði boltanum í netið eftir gott spil Fylkis. Eftir markið komst KR meira og meira inn í leikinn og skapaði sér ýmis færi, misgóð. Rétt fyrir hálfleik fékk KR nokkur mjög góð færi til að jafna en inn vildi boltinn ekki. Í seinni hálfleik hélt KR áfram að spila vel, þær héldu boltanum en sköpuðu sér ekki mikið. Engu að síður voru þær oft á tíðum hættulegar en nýttu ekki færin sín. Marija Radojicic refsaði KR-ingum svo þegar 10 mínútur voru til leiksloka með öðru marki sínu og lokaði þar með leiknum.Af hverju vann Fylkir?Fylkisliðið spilaði þétta vörn og fékk ekki mörk færi á sig. Þegar þær sóttu þá nýttu þær sóknirnar til hins ýtrasta og skoruðu mörkin tvö í leiknum. Það vantaði þó einungis herslumuninn hjá KR og á öðrum degi hefði liðið skorað úr færunum sínum.Hvað gekk illa?Það gekk illa að skora hjá KR í dag, þær skoruðu ekkert mark þrátt fyrir nokkrar tilraunir og þar með talin 2-3 dauðafæri. Fylkisvörnin hélt annars vel á meðan KR svaf á verðinum í vörn sinni.Hverjir stóðu upp úr?Marija Radojicic var langbest í dag og klárlega maður leiksins. Hún skoraði bæði mörk leiksins og gerði virkilega vel í þeim báðum, setti hann alveg út við stöng þannig að það var enginn möguleiki á að markmaðurinn næði til boltans og fór illa með varnarmennina í seinna markinu. Þá var Cecilía Rán frábær í markinu og varði í tvígang í fyrri hálfleik mjög vel en annars var KR ekki mikið að hitta á rammann. Miðvarðarpar Fylkis einnig í góðu standi allan leikinn.Hvað gerist næst?Fylkir á einn leik eftir fyrir Verslunarmannahelgi og það er gegn Eyjamönnum á Wurth-vellinu á miðvikudag. Það er frestaður leikur úr 8. umferð. KR fer niður í fallsæti með tapinu í dag en er komið í frí. Þær leika þó líka næst við ÍBV þann 8. ágúst.Fylkir er kominn upp í 6. sæti deildarinnar.vísir/báraKjartan: Finnst við vera að að rísa upp „Ég er svakalega sáttur með þessi 3 stig, gríðarlega sætur sigur á KR-velli og við erum í skýjunum yfir þessu.” sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-0 sigur á KR. Honum fannst sigurinn verðskuldaður og sagði liðið hafa staðið sig vel allan leikinn. „Þær fengu sín færi og við bara nokkuð heppnar að missa hann ekki allavegana einu sinni inn en að öðru leyti stóðum við vaktina ágætlega.” „Við komum hingað með ákveðið plan og planið gekk eftir í dag. Við erum að spila þétt og spila mikilvæga leiki, við þurfum að taka þetta í einni heildarmynd.” Fylkir hefur verið að ganga í gegnum slæman kafla en er núna komið með 2 sigra í röð og það á mjög góðum tímapunkti. „Við höfum verið svolítið óheppnar í meiðslum og brotnuðum aðeins við það. Mér finnst við vera að rísa upp frá því. Ég gerði tvo miðjumenn að miðvörðum og það hefur gengið eftir. Fyrir okkur Fylkismenn skiptir bara hvert einasta stig gríðarlega miklu máli.” Það er lítil hvíld framundan hjá liðinu en næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á miðvikudag áður en það kemur svo frí yfir Verslunarmannahelgi. „Það er bara ÍBV í næsta leik á miðvikudag. Það verður spennandi leikur og við ætlum að leggja allt í hann, það er alveg klárt.” Pepsi Max-deild kvenna
KR-konur tóku á móti Fylki í miklum fallbaráttuslag í tólftu umferð Pepsi Max deildar kvenna en liðin voru jöfn að stigum við botn deildarinnar, Fylkir í fallsæti á verri markatölu. Leikurinn var fjörugur og þónokkuð mikið um færi í fyrri hálfleik. Fylkir byrjaði leikinn betur og komst yfir strax á 11. mínútu þegar Marija Radojicic hamraði boltanum í netið eftir gott spil Fylkis. Eftir markið komst KR meira og meira inn í leikinn og skapaði sér ýmis færi, misgóð. Rétt fyrir hálfleik fékk KR nokkur mjög góð færi til að jafna en inn vildi boltinn ekki. Í seinni hálfleik hélt KR áfram að spila vel, þær héldu boltanum en sköpuðu sér ekki mikið. Engu að síður voru þær oft á tíðum hættulegar en nýttu ekki færin sín. Marija Radojicic refsaði KR-ingum svo þegar 10 mínútur voru til leiksloka með öðru marki sínu og lokaði þar með leiknum.Af hverju vann Fylkir?Fylkisliðið spilaði þétta vörn og fékk ekki mörk færi á sig. Þegar þær sóttu þá nýttu þær sóknirnar til hins ýtrasta og skoruðu mörkin tvö í leiknum. Það vantaði þó einungis herslumuninn hjá KR og á öðrum degi hefði liðið skorað úr færunum sínum.Hvað gekk illa?Það gekk illa að skora hjá KR í dag, þær skoruðu ekkert mark þrátt fyrir nokkrar tilraunir og þar með talin 2-3 dauðafæri. Fylkisvörnin hélt annars vel á meðan KR svaf á verðinum í vörn sinni.Hverjir stóðu upp úr?Marija Radojicic var langbest í dag og klárlega maður leiksins. Hún skoraði bæði mörk leiksins og gerði virkilega vel í þeim báðum, setti hann alveg út við stöng þannig að það var enginn möguleiki á að markmaðurinn næði til boltans og fór illa með varnarmennina í seinna markinu. Þá var Cecilía Rán frábær í markinu og varði í tvígang í fyrri hálfleik mjög vel en annars var KR ekki mikið að hitta á rammann. Miðvarðarpar Fylkis einnig í góðu standi allan leikinn.Hvað gerist næst?Fylkir á einn leik eftir fyrir Verslunarmannahelgi og það er gegn Eyjamönnum á Wurth-vellinu á miðvikudag. Það er frestaður leikur úr 8. umferð. KR fer niður í fallsæti með tapinu í dag en er komið í frí. Þær leika þó líka næst við ÍBV þann 8. ágúst.Fylkir er kominn upp í 6. sæti deildarinnar.vísir/báraKjartan: Finnst við vera að að rísa upp „Ég er svakalega sáttur með þessi 3 stig, gríðarlega sætur sigur á KR-velli og við erum í skýjunum yfir þessu.” sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-0 sigur á KR. Honum fannst sigurinn verðskuldaður og sagði liðið hafa staðið sig vel allan leikinn. „Þær fengu sín færi og við bara nokkuð heppnar að missa hann ekki allavegana einu sinni inn en að öðru leyti stóðum við vaktina ágætlega.” „Við komum hingað með ákveðið plan og planið gekk eftir í dag. Við erum að spila þétt og spila mikilvæga leiki, við þurfum að taka þetta í einni heildarmynd.” Fylkir hefur verið að ganga í gegnum slæman kafla en er núna komið með 2 sigra í röð og það á mjög góðum tímapunkti. „Við höfum verið svolítið óheppnar í meiðslum og brotnuðum aðeins við það. Mér finnst við vera að rísa upp frá því. Ég gerði tvo miðjumenn að miðvörðum og það hefur gengið eftir. Fyrir okkur Fylkismenn skiptir bara hvert einasta stig gríðarlega miklu máli.” Það er lítil hvíld framundan hjá liðinu en næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á miðvikudag áður en það kemur svo frí yfir Verslunarmannahelgi. „Það er bara ÍBV í næsta leik á miðvikudag. Það verður spennandi leikur og við ætlum að leggja allt í hann, það er alveg klárt.”
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti