Hjartaaðgerðum frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2019 19:00 Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Yfirlæknir á deildinni sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ástandið væru óviðunandi. Biðtíminn væri talsvert lengri en öruggt er talið. Ástæða biðarinnar er skortur á gjörgæslurýmum en það stafar aðallega af því að það vantar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Á árinu hefur hjartaaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum og hefur meðalbiðtíminn verið tveir og hálfur mánuður. Á sama tíma í fyrra var hafði sama fjölda aðgerða verið frestað, en gjörgæslurýmin voru þá færri, eða sex en ekki sjö. Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður LandlæknisÞá hefur ástandið verið sérstaklega slæmt í sumar og hefur aðgerðum sama sjúklings ítrekað verið frestað. „Sem er auðvitað fullkomlega ólíðandi. Við vitum það að frestum hjartaaðgerða getur í vissum tilvikum verið lífsógnandi og um leið er þetta eitthvað sem eykur á sálrænt álag þessara sjúklinga sem nú þegar er töluvert mikið,“ segir Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Spítalinn hefur virkjað aðgerðaráætlun vegna ástandsins og hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu. „Í byrjun vikunnar voru átta sjúklingar að bíða eftir aðgerð og við sjáum fram á það að í lok vikunnar verði þeir þrír,“ segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans og bætir við að auk þeirra séu um tuttugu sjúklingar á biðlista. „Hjúkrunarfræðingarnir hjá okkur hafa tekið á sig mikla yfirvinnu og eru þá að bæta því ofan á starfshlutfall sitt,“ segir Vigdís. Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LandspítalansSkjáskot/Stöð 2Þeir séu því undir miklu álagi. „Þess vegna finnst okkur líka mikilvægt að allir fái sitt sumarfrí og komist í fjórar vikur í sitt sumarfrí,“ segir Vigdís. Kjartan Hreinn segir að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða vegna ástandsins sem embættið líti alvarlegum augum. Þar á meðal þurfi að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. „Við þurfum líka að vera meðvituð um það að þegar hjúkrunarfræðingurinn kemur til starfa að þá sé hann á sanngjörnum kjörum og hafi boðlegu húsnæði. .Þetta er stórt og mikið mál sem hefur fjölmarga snertifleti og þess vegna þarf samhent átak margra aðila til að finna lausn á þessu. Það er ekki auðvelt og þetta mun taka tíma en það er vinna í gangi á ýmsum stigum sem miðar að því að vinna bug á þessum mönnunarvanda," segir Kjartan Hreinn. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10 Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Yfirlæknir á deildinni sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ástandið væru óviðunandi. Biðtíminn væri talsvert lengri en öruggt er talið. Ástæða biðarinnar er skortur á gjörgæslurýmum en það stafar aðallega af því að það vantar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Á árinu hefur hjartaaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum og hefur meðalbiðtíminn verið tveir og hálfur mánuður. Á sama tíma í fyrra var hafði sama fjölda aðgerða verið frestað, en gjörgæslurýmin voru þá færri, eða sex en ekki sjö. Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður LandlæknisÞá hefur ástandið verið sérstaklega slæmt í sumar og hefur aðgerðum sama sjúklings ítrekað verið frestað. „Sem er auðvitað fullkomlega ólíðandi. Við vitum það að frestum hjartaaðgerða getur í vissum tilvikum verið lífsógnandi og um leið er þetta eitthvað sem eykur á sálrænt álag þessara sjúklinga sem nú þegar er töluvert mikið,“ segir Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Spítalinn hefur virkjað aðgerðaráætlun vegna ástandsins og hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu. „Í byrjun vikunnar voru átta sjúklingar að bíða eftir aðgerð og við sjáum fram á það að í lok vikunnar verði þeir þrír,“ segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans og bætir við að auk þeirra séu um tuttugu sjúklingar á biðlista. „Hjúkrunarfræðingarnir hjá okkur hafa tekið á sig mikla yfirvinnu og eru þá að bæta því ofan á starfshlutfall sitt,“ segir Vigdís. Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LandspítalansSkjáskot/Stöð 2Þeir séu því undir miklu álagi. „Þess vegna finnst okkur líka mikilvægt að allir fái sitt sumarfrí og komist í fjórar vikur í sitt sumarfrí,“ segir Vigdís. Kjartan Hreinn segir að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða vegna ástandsins sem embættið líti alvarlegum augum. Þar á meðal þurfi að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. „Við þurfum líka að vera meðvituð um það að þegar hjúkrunarfræðingurinn kemur til starfa að þá sé hann á sanngjörnum kjörum og hafi boðlegu húsnæði. .Þetta er stórt og mikið mál sem hefur fjölmarga snertifleti og þess vegna þarf samhent átak margra aðila til að finna lausn á þessu. Það er ekki auðvelt og þetta mun taka tíma en það er vinna í gangi á ýmsum stigum sem miðar að því að vinna bug á þessum mönnunarvanda," segir Kjartan Hreinn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10 Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10
Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30