Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júlí 2019 10:31 Bandaríski neytendafrömuðurinn Ralph Nader hefur ítrekað boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Mynd/AP. Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina, sem tekur fram að frænka hans var meðal þeirra sem létust þegar MAX-þota fórst í Eþíópíu. „Það er ekki hægt að laga þessa flugvél. Það verður að innkalla hana og taka hana varanlega úr umferð,“ sagði Nader. MAX-vélarnar hafa verið kyrrsettar um allan heim frá því um miðjan marsmánuð eftir tvö flugslys sem kostuðu alls 346 manns lífið, annað í Eþíópíu en hitt í Indónesíu. Flugslysin hafa verið rakin til galla í hugbúnaði.Frá slysstað nærri Addis Ababa í Eþíópíu. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak.AP/Mulugeta AyeneRalph Nader sagði að flugvélaframleiðandinn yrði að taka á sig tjónið og ekki væri hægt að treysta honum fyrir lagfæringu hugbúnaðarins þar sem stjórnendur Boeing væru fastir í mistökum sínum. Þeir hefðu hunsað lykilatriði flugeðlisfræði við hönnun vélarinnar. „Í öllum þeim vörugöllum sem ég hef fengist við í gegnum tíðina hef ég aldrei séð svo marga viðurkennda flugsérfræðinga fordæma vinnubrögð Boeing,“ sagði Nader. „Flugmálastjórnin hefur verið í vasa Boeing árum saman, undir þrýstingi frá þinginu og Hvítahúsinu, sem skorið hafa niður fjárveitingar og starfsmannafjölda, og þannig dregið úr getu hennar til að hafa eftirlit með Boeing,“ sagði neytendafrömuðurinn við CNBC. Boeing Icelandair Tengdar fréttir Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. 10. júlí 2019 10:58 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 6,6 milljarða dala högg vegna 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 MAX-þotanna. 19. júlí 2019 07:03 Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina, sem tekur fram að frænka hans var meðal þeirra sem létust þegar MAX-þota fórst í Eþíópíu. „Það er ekki hægt að laga þessa flugvél. Það verður að innkalla hana og taka hana varanlega úr umferð,“ sagði Nader. MAX-vélarnar hafa verið kyrrsettar um allan heim frá því um miðjan marsmánuð eftir tvö flugslys sem kostuðu alls 346 manns lífið, annað í Eþíópíu en hitt í Indónesíu. Flugslysin hafa verið rakin til galla í hugbúnaði.Frá slysstað nærri Addis Ababa í Eþíópíu. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak.AP/Mulugeta AyeneRalph Nader sagði að flugvélaframleiðandinn yrði að taka á sig tjónið og ekki væri hægt að treysta honum fyrir lagfæringu hugbúnaðarins þar sem stjórnendur Boeing væru fastir í mistökum sínum. Þeir hefðu hunsað lykilatriði flugeðlisfræði við hönnun vélarinnar. „Í öllum þeim vörugöllum sem ég hef fengist við í gegnum tíðina hef ég aldrei séð svo marga viðurkennda flugsérfræðinga fordæma vinnubrögð Boeing,“ sagði Nader. „Flugmálastjórnin hefur verið í vasa Boeing árum saman, undir þrýstingi frá þinginu og Hvítahúsinu, sem skorið hafa niður fjárveitingar og starfsmannafjölda, og þannig dregið úr getu hennar til að hafa eftirlit með Boeing,“ sagði neytendafrömuðurinn við CNBC.
Boeing Icelandair Tengdar fréttir Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. 10. júlí 2019 10:58 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 6,6 milljarða dala högg vegna 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 MAX-þotanna. 19. júlí 2019 07:03 Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi. 10. júlí 2019 10:58
Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47
6,6 milljarða dala högg vegna 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 MAX-þotanna. 19. júlí 2019 07:03
Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41