Tveir hjólreiðamenn reknir úr Tour de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Luke Rowe, til hægri, var rekinn út keppninni í gær. EPA/MARCO BERTORELLO Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru nú í fullum gangi en sautjándi keppnisdagurinn fór fram í gær. Tveir keppendur geta þó farið að pakka saman þótt enn séu fjórar sérleiðir eftir. Forráðamenn Tour de France ákváðu nefnilega að reka tvo hjólreiðamenn úr Tour de France í gær fyrir slagsmál á þessari umræddu sautjándu sérleið. Þetta eru Bretinn Luke Rowe og Þjóðverjinn Tony Martin en þeim lenti saman undir lok leiðarinnar. Þeir Lowe og Martin sáust hrinda hvorum öðrum undir lokin á þessari 200 kílómetra sautjándu leið. Rowe talaði um að þeir hafi bara við að berjast um stöðu og að þeir höfðu tekist í hendur eftir keppni dagsins. Það dugði þó ekki til að losna við þessa hörðu refsingu enda hafa báðir lokið sautján keppnisdögum af 21. Liðssamvinnan skiptir máli í Tour de France og því bitnar fjarvera þeirra ekki aðeins á þeim sjálfum heldur einnig á liði þeirra. Luke Rowe er sem dæmi liðsfélagi Geraint Thomas hjá Ineos-liðinu en Thomas vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra. Tony Martin er liðsfélagi Steven Kruijswijk hjá Jumbo-Visma liðinu. Geraint Thomas missti líka liðsfélaga í fyrra en Gianni Moscon dæmdur úr leik í Tour de France 2018 fyrir kýla keppinaut. Liðin þeirra Luke Rowe og Tony Martin hafa áfrýjað þessum dómi sem mörgum þykir vera mjög harður. Luke Rowe og Tony Martin eru samt búnir að leysa sína mál og þeir birtu sameiginlega afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan. Frakkinn Julian Alaphilippe er í forystu eftir sautján keppnisdaga en í öðru sæti er Geraint Thomas. Þriðji er síðan Steven Kruijswijk. Alaphilippe tók forystuna á áttunda degi og hefur haldið henni síðan. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru nú í fullum gangi en sautjándi keppnisdagurinn fór fram í gær. Tveir keppendur geta þó farið að pakka saman þótt enn séu fjórar sérleiðir eftir. Forráðamenn Tour de France ákváðu nefnilega að reka tvo hjólreiðamenn úr Tour de France í gær fyrir slagsmál á þessari umræddu sautjándu sérleið. Þetta eru Bretinn Luke Rowe og Þjóðverjinn Tony Martin en þeim lenti saman undir lok leiðarinnar. Þeir Lowe og Martin sáust hrinda hvorum öðrum undir lokin á þessari 200 kílómetra sautjándu leið. Rowe talaði um að þeir hafi bara við að berjast um stöðu og að þeir höfðu tekist í hendur eftir keppni dagsins. Það dugði þó ekki til að losna við þessa hörðu refsingu enda hafa báðir lokið sautján keppnisdögum af 21. Liðssamvinnan skiptir máli í Tour de France og því bitnar fjarvera þeirra ekki aðeins á þeim sjálfum heldur einnig á liði þeirra. Luke Rowe er sem dæmi liðsfélagi Geraint Thomas hjá Ineos-liðinu en Thomas vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra. Tony Martin er liðsfélagi Steven Kruijswijk hjá Jumbo-Visma liðinu. Geraint Thomas missti líka liðsfélaga í fyrra en Gianni Moscon dæmdur úr leik í Tour de France 2018 fyrir kýla keppinaut. Liðin þeirra Luke Rowe og Tony Martin hafa áfrýjað þessum dómi sem mörgum þykir vera mjög harður. Luke Rowe og Tony Martin eru samt búnir að leysa sína mál og þeir birtu sameiginlega afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan. Frakkinn Julian Alaphilippe er í forystu eftir sautján keppnisdaga en í öðru sæti er Geraint Thomas. Þriðji er síðan Steven Kruijswijk. Alaphilippe tók forystuna á áttunda degi og hefur haldið henni síðan.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira