Eitt ár í Ólympíuleikana í Tókýó: Svona líta endurunnu verðlaunapeningarnir út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 09:00 Verðlaunapeningarnir á ÓL 2020 í Tókýó. AP/Koji Sasahara Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir frá upphafi munu fara fram í Tókýó í Japan frá 24. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Í dag er því nákvæmlega eitt ár þar til að leikarnir hefjast. Tókýó var valin sem gestgjafi næstu Ólympíuleika á 125. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Buenos Aires í Argentínu fyrir tæpum sex árum síðan eða 7. september 2013. Þetta verður í annað skiptið frá leikunum 1964 sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó sem verður þar með fyrsta borgin í Asíu sem hýsir leikana tvisvar. Í tilefni af þessum tímamótum þá kynntu Japanir meðal annars hvernig verðlaunpeningarnir á ÓL 2020 munu líta út en hér fyrir neðan má sjá gull-, silfur- og bronsverðlaunin sem verða afhent á leikunum næsta sumar. Japanir búa til peningana meðal annars úr endurunnum farsímum og öðrum tækjum sem var hægt að endurnýta en það má sjá kynningu á þeim hér fyrir neðan.The moment you have all been waiting for, your #Tokyo2020 Olympic Medals! RT for good luck! 100% #Sustainable#1YearToGopic.twitter.com/DcLKtEF0DQ — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Á þessum næstu Sumarólympíuleikum verður keppt í nokkrum nýjum íþróttagreinum, þar á meðal 3x3-körfubolta, BMX-hjólreiðum og Madison-boðhjólreiðum. Samkvæmt breytingum á reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar getur ólympíunefndin sem heldur leikana leyft keppnir í öðrum greinum en kjarnagreinum Ólympíuleikanna. Þannig mun verða keppt í karate, sportklifri, brimbrettasiglingum og hjólabrettum á leikunum í Tókýó. Að auki verður keppt í hafnabolta og mjúkbolta sem duttu út eftir 2008. Alls verða 339 keppnir í 33 greinum og hefur aldrei verið keppt í fleiri íþróttagreinum á Ólympíuleikum. Japanir ætla að halda leikana með glæsibrag en hér fyrir neðan má fylgjast með hátíðarhöldum þeirra í tilefni af því að það eru nákvæmlega eitt ár þar til að 32. Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó í Japan.Can you feel the excitement that #Tokyo2020 is bringing?!?! Only #1YearToGo Let’s Go! pic.twitter.com/Ougmv6rMuV — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Nú er að líða að kvöldi í Japan en þessi hátíðahöld hófust klukkan 16.15 að japönskum tíma eða 7.15 að íslenskum tíma. Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir frá upphafi munu fara fram í Tókýó í Japan frá 24. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Í dag er því nákvæmlega eitt ár þar til að leikarnir hefjast. Tókýó var valin sem gestgjafi næstu Ólympíuleika á 125. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Buenos Aires í Argentínu fyrir tæpum sex árum síðan eða 7. september 2013. Þetta verður í annað skiptið frá leikunum 1964 sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó sem verður þar með fyrsta borgin í Asíu sem hýsir leikana tvisvar. Í tilefni af þessum tímamótum þá kynntu Japanir meðal annars hvernig verðlaunpeningarnir á ÓL 2020 munu líta út en hér fyrir neðan má sjá gull-, silfur- og bronsverðlaunin sem verða afhent á leikunum næsta sumar. Japanir búa til peningana meðal annars úr endurunnum farsímum og öðrum tækjum sem var hægt að endurnýta en það má sjá kynningu á þeim hér fyrir neðan.The moment you have all been waiting for, your #Tokyo2020 Olympic Medals! RT for good luck! 100% #Sustainable#1YearToGopic.twitter.com/DcLKtEF0DQ — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Á þessum næstu Sumarólympíuleikum verður keppt í nokkrum nýjum íþróttagreinum, þar á meðal 3x3-körfubolta, BMX-hjólreiðum og Madison-boðhjólreiðum. Samkvæmt breytingum á reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar getur ólympíunefndin sem heldur leikana leyft keppnir í öðrum greinum en kjarnagreinum Ólympíuleikanna. Þannig mun verða keppt í karate, sportklifri, brimbrettasiglingum og hjólabrettum á leikunum í Tókýó. Að auki verður keppt í hafnabolta og mjúkbolta sem duttu út eftir 2008. Alls verða 339 keppnir í 33 greinum og hefur aldrei verið keppt í fleiri íþróttagreinum á Ólympíuleikum. Japanir ætla að halda leikana með glæsibrag en hér fyrir neðan má fylgjast með hátíðarhöldum þeirra í tilefni af því að það eru nákvæmlega eitt ár þar til að 32. Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó í Japan.Can you feel the excitement that #Tokyo2020 is bringing?!?! Only #1YearToGo Let’s Go! pic.twitter.com/Ougmv6rMuV — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Nú er að líða að kvöldi í Japan en þessi hátíðahöld hófust klukkan 16.15 að japönskum tíma eða 7.15 að íslenskum tíma.
Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira