Hefur viku til að stefna blaðamanni Aðalheiður Ámundadóttir og Ari Brynjólfsson skrifar 24. júlí 2019 06:00 Seðlabanki Íslands. Vísir/Vilhelm Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslur á annan tug milljóna króna. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði ríkari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur um skyldu til að afhenda samninginn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefjist flýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaðamannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfirvofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upplýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslur á annan tug milljóna króna. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði ríkari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur um skyldu til að afhenda samninginn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefjist flýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaðamannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfirvofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upplýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira