Breytingar Instagram „skref í rétta átt“ til að sporna við félagslegri pressu ungmenna Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2019 13:10 Samfélagsmiðlar skipa stóran sess í lífi ungmenna í dag. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Instagram hyggst ráðast í breytingar til þess að bæta upplifun notenda og bregðast við umræðu um aukna vanlíðan fólks á samfélagsmiðlinum. Til þess að sporna við félagslegri pressu á miðlinum munu þau „like“ sem notendur fá vera falin fyrir öðrum. Umræða um neikvæð áhrif samfélagsmiðlanotkunar er ekki ný af nálinni. Notendur, þá sérstaklega þeir yngri, hafa talað um kvíða og pressu sem fylgir því að viðhalda ákveðinni ímynd út á við. Í nýjum heimi samfélagsmiðla upplifa margir það svo að fjöldi „like-a“, það er hversu margir lýsa yfir velþóknun á því sem þú birtir, séu einhverskonar mælikvarði um eigið ágæti. Þá hafa margir nýtt sér vinsældir á forritinu til tekjuöflunar og birta auglýsingar gegn greiðslu.Sjá einnig: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgjaÍ nýlegri könnun MMR kom fram að fimmtíu prósent landsmanna nota Instagram reglulega. Vinsældir miðilsins hafa því aukist um tuttugu prósent frá árinu 2017 þegar þrjátíu prósent sögðust nota miðilinn reglulega. Yfirburðir Instagram sjást sérstaklega í aldurshópnum 18 til 29 ára þar sem áttatíu prósent segjast nota miðilinn reglulega.Notkun Instagram er áberandi hjá ungu fólki.MMR„Fyrir marga getur þetta skipt miklu máli“ Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni, segir breytingarnar ekki miklar en þó skref í rétta átt. Fjöldi „like-a“ verður enn aðgengilegur þó hann muni ekki birtast á tímalínu notenda nema þeir velji sérstaklega að skoða hann. Hún segir samfélagsmiðlanotkun ungmenna hafa aukist undanfarin ár og það sé breytilegt hvaða miðill sé mest notaður hverju sinni. Nú er Instagram einn vinsælasti samfélagsmiðillinn og spilar hann stórt hlutverk í samskiptum ungu kynslóðarinnar. „Ég held það hafi mögulega áhrif hjá mörgum á sjálfsmyndina og hvernig þú upplifir að samfélagið sé að taka þér,“ segir Andrea. Það sé allur gangur á því hversu stóran sess samfélagsmiðlarnir skipa í lífi unglinga en það sé jákvætt að það sé verið að grípa til aðgerða til þess að sporna við neikvæðum áhrifum. „Þetta hefur sem betur fer ekki þau áhrif á alla en fyrir marga getur þetta skipt miklu máli og þá held ég að þetta sé alveg ágætis pæling,“ segir Andrea. „Þótt það séu ekki allir á þeirri blaðsíðu þá eru sumir, sama hvort það sé meðvitað eða ómeðvitað, sem byggja sitt sjálfsálit á þessu.“Ekkert nýtt að sækja í viðurkenningu á samfélagsmiðlum Andrea Marel.TjörninÞrátt fyrir mikla umræðu um neikvæð áhrif Instagram hefur þessi fylgikvilli samfélagsmiðlanotkunar verið til staðar í lengri tíma. Fólk kynntist „like“ takkanum fyrst með tilkomu Facebook þar sem fólk gat lýst yfir ánægju með myndir, færslur og hvað eina annað sem vinir þeirra birtu. Instagram, sem er í eigu Facebook, einblínir á myndir og myndbönd. Þannig deila notendur myndum af sjálfum sér eða atburðum úr þeirra daglega lífi og geta fylgjendur þeirra ýmist „like-að“ eða skrifað athugasemdir við færslurnar. Andrea segir svipaða stemningu hafa verið í kringum Facebook fyrir nokkrum árum þegar ungmenni kepptust við að safna „likes“ á myndirnar sínar. „Það hefur í rauninni færst svolítið. Fyrst var þetta á Facebook, að vera svolítið að mæla sig út frá hversu mörg „like“ maður er að fá en núna er þetta komið yfir á aðra miðla og Instagram spilar stóran þátt í því. Þó Facebook sé dautt þá heldur þessi talning á hversu „mikilvæg“ manneskja þú ert áfram annars staðar.“ Hún segir misjafnt hversu mikla þörf fólk hefur fyrir að deila lífi sínu með öðrum á netinu. Sumir leitast eftir viðbrögðum við sínu daglega lífi, aðrir ekki. Umræðan hafi líka skipt sköpum í að breyta viðhorfi fólks til samfélagsmiðla. „Ég held að umræðan hafi skilað sér til ungmenna líka og það er alveg hluti hópsins sem er mikið að pæla í þessu og reynir að láta þetta hafa ekki áhrif á sig. Þau reyna að vera meðvitaðari um þessi áhrif og hversu kvíðavaldandi þetta er og getur haft áhrif á sjálfsmyndina.Stúlkur viðkvæmari fyrir áhrifum samfélagsmiðlanotkunar Skýrsla Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks árið 2016 leiddi í ljós að kvíðaeinkenni og þunglyndi meðal stúlkna í 8. til 10. bekk höfðu aukist undanfarin ár. Þar kom í ljós að mikil samfélagsmiðlanotkun og lítill svefn ýtti undir þessi einkenni. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ sagði Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði um niðurstöður skýrslunnar. Þó það væri ekki hægt að fullyrða að samfélagsmiðlar væru ástæða þessarar þróunar væru augljós tengsl þarna á milli. Síðustu ár hefur umræðan um neikvæð áhrif mikillar samfélagsmiðlanotkunar aukist og þá sér í lagi þann samanburð sem, oft ómeðvitað, á sér stað á Instagram. Þá kom fram í frétt Time frá árinu 2017 að flest ungmenni töldu Instagram vera skaðlegasta samfélagsmiðilinn. Börn og uppeldi Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Pressan á að líða vel eykst með hækkandi sól 13. júní 2019 16:00 Instagram prófar að fela „lækfjölda“ Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. 18. júlí 2019 07:34 Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Instagram hyggst ráðast í breytingar til þess að bæta upplifun notenda og bregðast við umræðu um aukna vanlíðan fólks á samfélagsmiðlinum. Til þess að sporna við félagslegri pressu á miðlinum munu þau „like“ sem notendur fá vera falin fyrir öðrum. Umræða um neikvæð áhrif samfélagsmiðlanotkunar er ekki ný af nálinni. Notendur, þá sérstaklega þeir yngri, hafa talað um kvíða og pressu sem fylgir því að viðhalda ákveðinni ímynd út á við. Í nýjum heimi samfélagsmiðla upplifa margir það svo að fjöldi „like-a“, það er hversu margir lýsa yfir velþóknun á því sem þú birtir, séu einhverskonar mælikvarði um eigið ágæti. Þá hafa margir nýtt sér vinsældir á forritinu til tekjuöflunar og birta auglýsingar gegn greiðslu.Sjá einnig: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgjaÍ nýlegri könnun MMR kom fram að fimmtíu prósent landsmanna nota Instagram reglulega. Vinsældir miðilsins hafa því aukist um tuttugu prósent frá árinu 2017 þegar þrjátíu prósent sögðust nota miðilinn reglulega. Yfirburðir Instagram sjást sérstaklega í aldurshópnum 18 til 29 ára þar sem áttatíu prósent segjast nota miðilinn reglulega.Notkun Instagram er áberandi hjá ungu fólki.MMR„Fyrir marga getur þetta skipt miklu máli“ Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni, segir breytingarnar ekki miklar en þó skref í rétta átt. Fjöldi „like-a“ verður enn aðgengilegur þó hann muni ekki birtast á tímalínu notenda nema þeir velji sérstaklega að skoða hann. Hún segir samfélagsmiðlanotkun ungmenna hafa aukist undanfarin ár og það sé breytilegt hvaða miðill sé mest notaður hverju sinni. Nú er Instagram einn vinsælasti samfélagsmiðillinn og spilar hann stórt hlutverk í samskiptum ungu kynslóðarinnar. „Ég held það hafi mögulega áhrif hjá mörgum á sjálfsmyndina og hvernig þú upplifir að samfélagið sé að taka þér,“ segir Andrea. Það sé allur gangur á því hversu stóran sess samfélagsmiðlarnir skipa í lífi unglinga en það sé jákvætt að það sé verið að grípa til aðgerða til þess að sporna við neikvæðum áhrifum. „Þetta hefur sem betur fer ekki þau áhrif á alla en fyrir marga getur þetta skipt miklu máli og þá held ég að þetta sé alveg ágætis pæling,“ segir Andrea. „Þótt það séu ekki allir á þeirri blaðsíðu þá eru sumir, sama hvort það sé meðvitað eða ómeðvitað, sem byggja sitt sjálfsálit á þessu.“Ekkert nýtt að sækja í viðurkenningu á samfélagsmiðlum Andrea Marel.TjörninÞrátt fyrir mikla umræðu um neikvæð áhrif Instagram hefur þessi fylgikvilli samfélagsmiðlanotkunar verið til staðar í lengri tíma. Fólk kynntist „like“ takkanum fyrst með tilkomu Facebook þar sem fólk gat lýst yfir ánægju með myndir, færslur og hvað eina annað sem vinir þeirra birtu. Instagram, sem er í eigu Facebook, einblínir á myndir og myndbönd. Þannig deila notendur myndum af sjálfum sér eða atburðum úr þeirra daglega lífi og geta fylgjendur þeirra ýmist „like-að“ eða skrifað athugasemdir við færslurnar. Andrea segir svipaða stemningu hafa verið í kringum Facebook fyrir nokkrum árum þegar ungmenni kepptust við að safna „likes“ á myndirnar sínar. „Það hefur í rauninni færst svolítið. Fyrst var þetta á Facebook, að vera svolítið að mæla sig út frá hversu mörg „like“ maður er að fá en núna er þetta komið yfir á aðra miðla og Instagram spilar stóran þátt í því. Þó Facebook sé dautt þá heldur þessi talning á hversu „mikilvæg“ manneskja þú ert áfram annars staðar.“ Hún segir misjafnt hversu mikla þörf fólk hefur fyrir að deila lífi sínu með öðrum á netinu. Sumir leitast eftir viðbrögðum við sínu daglega lífi, aðrir ekki. Umræðan hafi líka skipt sköpum í að breyta viðhorfi fólks til samfélagsmiðla. „Ég held að umræðan hafi skilað sér til ungmenna líka og það er alveg hluti hópsins sem er mikið að pæla í þessu og reynir að láta þetta hafa ekki áhrif á sig. Þau reyna að vera meðvitaðari um þessi áhrif og hversu kvíðavaldandi þetta er og getur haft áhrif á sjálfsmyndina.Stúlkur viðkvæmari fyrir áhrifum samfélagsmiðlanotkunar Skýrsla Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks árið 2016 leiddi í ljós að kvíðaeinkenni og þunglyndi meðal stúlkna í 8. til 10. bekk höfðu aukist undanfarin ár. Þar kom í ljós að mikil samfélagsmiðlanotkun og lítill svefn ýtti undir þessi einkenni. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ sagði Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði um niðurstöður skýrslunnar. Þó það væri ekki hægt að fullyrða að samfélagsmiðlar væru ástæða þessarar þróunar væru augljós tengsl þarna á milli. Síðustu ár hefur umræðan um neikvæð áhrif mikillar samfélagsmiðlanotkunar aukist og þá sér í lagi þann samanburð sem, oft ómeðvitað, á sér stað á Instagram. Þá kom fram í frétt Time frá árinu 2017 að flest ungmenni töldu Instagram vera skaðlegasta samfélagsmiðilinn.
Börn og uppeldi Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Pressan á að líða vel eykst með hækkandi sól 13. júní 2019 16:00 Instagram prófar að fela „lækfjölda“ Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. 18. júlí 2019 07:34 Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Instagram prófar að fela „lækfjölda“ Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. 18. júlí 2019 07:34
Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46