Fleiri mál kláruð þrátt fyrir manneklu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júlí 2019 08:00 Eins og afbrotatölfræði embættisins fyrir júnímánuð sýnir hefur orðið sprenging í málum varðandi fíkniefnaakstur. Ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu afgreiddi að meðaltali fleiri mál í mánuði í fyrra en síðastliðin þrjú ár á undan (2015-2017). Þetta sýna tölur frá embættinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær eru yfir sex þúsund mál til meðferðar hjá sviðinu og hefur farið mjög fjölgandi á undanförnum árum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs LRH, segir það kraftaverki líkast að sviðið hafi getað haldið í horfinu og gott betur þrátt fyrir að hafa misst fólk til annarra embætta og fjölgun mála á sama tíma. Hulda segir að þrátt fyrir manneklu hjá ákærusviði á undanförnum árum, verði henni ekki kennt um þá fjölgun mála sem eru til meðferðar á sviðinu heldur skýrist hún fyrst og fremst af því að fleiri mál komi inn á ákærusvið frá þjónustu- og rannsóknardeildum en áður. Þá hafi orðið raunfjölgun í tilteknum málaflokkum. Þar vegur þyngst mikil fjölgun mála sem varða ölvunarakstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Eins og afbrotatölfræði embættisins fyrir júnímánuð sýnir hefur orðið sprenging í málum varðandi fíkniefnaakstur en 45 prósent fjölgun hefur orðið í skráningu slíkra brota í samanburði við sama tímabil síðustu þriggja ára. Ölvunarakstursbrotum hefur einnig fjölgað umtalsvert eða um 18 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Elsta málið er átta ára gamalt Elsta málið sem bíður afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er frá 2011. Opin mál hjá embættinu öllu eru yfir fimmtán þúsund. Umferðarlagabrot eru í miklum meirihluta. 22. júlí 2019 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu afgreiddi að meðaltali fleiri mál í mánuði í fyrra en síðastliðin þrjú ár á undan (2015-2017). Þetta sýna tölur frá embættinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær eru yfir sex þúsund mál til meðferðar hjá sviðinu og hefur farið mjög fjölgandi á undanförnum árum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs LRH, segir það kraftaverki líkast að sviðið hafi getað haldið í horfinu og gott betur þrátt fyrir að hafa misst fólk til annarra embætta og fjölgun mála á sama tíma. Hulda segir að þrátt fyrir manneklu hjá ákærusviði á undanförnum árum, verði henni ekki kennt um þá fjölgun mála sem eru til meðferðar á sviðinu heldur skýrist hún fyrst og fremst af því að fleiri mál komi inn á ákærusvið frá þjónustu- og rannsóknardeildum en áður. Þá hafi orðið raunfjölgun í tilteknum málaflokkum. Þar vegur þyngst mikil fjölgun mála sem varða ölvunarakstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Eins og afbrotatölfræði embættisins fyrir júnímánuð sýnir hefur orðið sprenging í málum varðandi fíkniefnaakstur en 45 prósent fjölgun hefur orðið í skráningu slíkra brota í samanburði við sama tímabil síðustu þriggja ára. Ölvunarakstursbrotum hefur einnig fjölgað umtalsvert eða um 18 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Elsta málið er átta ára gamalt Elsta málið sem bíður afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er frá 2011. Opin mál hjá embættinu öllu eru yfir fimmtán þúsund. Umferðarlagabrot eru í miklum meirihluta. 22. júlí 2019 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Elsta málið er átta ára gamalt Elsta málið sem bíður afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er frá 2011. Opin mál hjá embættinu öllu eru yfir fimmtán þúsund. Umferðarlagabrot eru í miklum meirihluta. 22. júlí 2019 06:00