HK vann 2-0 sigur á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld og Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Grindavík.
FH var mun meira með boltann en Emil Atlason, afmælisbarn dagsins, skoraði fyrsta markið á 31. mínútu eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni.
Skömmu fyrir hálfleik bættu heimamenn við marki. Hinn sextán ára gamli Valgeir Valgeirsson átti frábæran sprett og brotið var á honum innan vítateigs.
Atli Arnarson steig á punktinn og skoraði en staðan 2-0 í hálfleik. FH reyndi og reyndi í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og lokatölur 2-0.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Sjáðu magnaðan sprett Valgeirs og fyrsta mark Emils í þriðja sigri HK í röð
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum
Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð.