Hlaupaleið Reykjavíkurmaraþonsins breytt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 20:48 Hlaupið fer fram 24. ágúst næstkomandi. RMÍ Hlaupaleið maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið breytt umtalsvert frá hlaupi síðasta árs. Hlaupsstjóri maraþonsins segir breytingarnar hafa verið gerðar í því skyni að auka stemningu við hlaupið. Hin nýja leið er fjölbreyttari en sú gamla og verður hlaupinn hringur í stað þess að hlaupara þurfi að hlaupa sömu leiðina tvisvar í sömu átt. Breytingin felur einnig í sér að leiðin liggur nú í meira mæli í gegn um íbúagötur heldur en fyrri ár. Áfram verður hlaupið í gegn um hverfi í vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en nú hafa hverfi á borð við Túnin, Teiga, Vogana og Laugardalinn bæst við leiðina. Þá verða síðustu kílómetrar hinnar rúmlega 42 kílómetra leiðar hlaupnir meðfram meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu, en áður hafði verið hlaupið meðfram ströndinni við Seltjarnarnes.Kort af nýju hlaupaleiðinni.Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþonsins, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ástæða breytinganna væri ábendingar hlaupara um galla gömlu leiðarinnar. Hlauparar hafi kvartað yfir því að hafa verið einir hluta leiðarinnar. „Við ákváðum að færa brautina meira inn í íbúagötur,“ segir Jóna og bætir við að litið hafi verið til tíu kílómetra hlaupsins sem hlaupið er í gegn um fjölda íbúagatna. „Við höfum reynslu af því að þar er gríðarleg stemning. Jóna segir undirbúning við hlaup ársins hafa hafist um leið og búið hafi verið að ganga frá eftir hlaup síðasta árs. Vinnuhópur hafi verið settur saman, og samanstóð hann meðal annars af reyndum hlaupurum. Tillögum um breytingu á leiðinni hafi verið tekið vel. Með breytingunum segist Jóna vonast eftir aukinni stemningu í maraþoninu og að íbúar hinna nýju gatna fylgi eftir sið sem skapast hefur í kringum hlaupið, þar sem íbúar húsa sem hlaupið er fram hjá koma út og hvetja hlaupara til dáða. Að lokum segist Jóna gera ráð fyrir því að götulokanir í tengslum við hlaupið verði vel auglýstar, en loka þarf einhverjum götum vegna hlaupsins, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hlaupaleið maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið breytt umtalsvert frá hlaupi síðasta árs. Hlaupsstjóri maraþonsins segir breytingarnar hafa verið gerðar í því skyni að auka stemningu við hlaupið. Hin nýja leið er fjölbreyttari en sú gamla og verður hlaupinn hringur í stað þess að hlaupara þurfi að hlaupa sömu leiðina tvisvar í sömu átt. Breytingin felur einnig í sér að leiðin liggur nú í meira mæli í gegn um íbúagötur heldur en fyrri ár. Áfram verður hlaupið í gegn um hverfi í vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en nú hafa hverfi á borð við Túnin, Teiga, Vogana og Laugardalinn bæst við leiðina. Þá verða síðustu kílómetrar hinnar rúmlega 42 kílómetra leiðar hlaupnir meðfram meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu, en áður hafði verið hlaupið meðfram ströndinni við Seltjarnarnes.Kort af nýju hlaupaleiðinni.Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþonsins, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ástæða breytinganna væri ábendingar hlaupara um galla gömlu leiðarinnar. Hlauparar hafi kvartað yfir því að hafa verið einir hluta leiðarinnar. „Við ákváðum að færa brautina meira inn í íbúagötur,“ segir Jóna og bætir við að litið hafi verið til tíu kílómetra hlaupsins sem hlaupið er í gegn um fjölda íbúagatna. „Við höfum reynslu af því að þar er gríðarleg stemning. Jóna segir undirbúning við hlaup ársins hafa hafist um leið og búið hafi verið að ganga frá eftir hlaup síðasta árs. Vinnuhópur hafi verið settur saman, og samanstóð hann meðal annars af reyndum hlaupurum. Tillögum um breytingu á leiðinni hafi verið tekið vel. Með breytingunum segist Jóna vonast eftir aukinni stemningu í maraþoninu og að íbúar hinna nýju gatna fylgi eftir sið sem skapast hefur í kringum hlaupið, þar sem íbúar húsa sem hlaupið er fram hjá koma út og hvetja hlaupara til dáða. Að lokum segist Jóna gera ráð fyrir því að götulokanir í tengslum við hlaupið verði vel auglýstar, en loka þarf einhverjum götum vegna hlaupsins, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst næstkomandi.
Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira