„Vettel ætti að yfirgefa Ferrari'' Bragi Þórðarson skrifar 22. júlí 2019 17:15 Vettel hefur ekki enn náð sigri á árinu Getty „Þegar Vettel var hjá Red Bull gerði hann varla mistök, þú gleymir ekki bara hvernig á að keyra. Afhverju gerir hann öll þessi mistök hjá Ferrari?'' sagði Helmut Marko, einn af stjórum Red Bull, í vikunni. Marko þekkir Þjóðverjan vel en saman unnu þeir fjóra heimsmeistaratitla þegar Vettel keyrði fyrir Red Bull. „Hann þarf að skipta um umhverfi, það er að segja skipta um lið'' bætti Marko við. Helmut heldur að Vettel sé ekki að fá sama stuðning hjá Ferrari og hann fékk hjá Red Bull. „Sebastian er blíður og góður maður, ekki eins harður og Michael Schumacher eða Fernando Alonso, sem stóðu sig alltaf vel hjá Ferrari''. Samningur Vettel hjá Ferrari er til ársins 2020. Í undanförnum keppnum hefur Þjóðverjinn tapað fyrir unga og efnilega liðsfélaga sínum, Charles Leclerc, og gæti því farið svo að Vettel vilji yfirgefa liðið eftir tímabilið. Það sama gerðist árið 2014, þá kom Daniel Ricciardo í Red Bull liðið sem liðsfélagi Vettel. Ricciardo stóð sig almennt betur en Þjóðverjinn sem leiddi til þess að Sebastian skipti yfir til Ferrari. Formúla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
„Þegar Vettel var hjá Red Bull gerði hann varla mistök, þú gleymir ekki bara hvernig á að keyra. Afhverju gerir hann öll þessi mistök hjá Ferrari?'' sagði Helmut Marko, einn af stjórum Red Bull, í vikunni. Marko þekkir Þjóðverjan vel en saman unnu þeir fjóra heimsmeistaratitla þegar Vettel keyrði fyrir Red Bull. „Hann þarf að skipta um umhverfi, það er að segja skipta um lið'' bætti Marko við. Helmut heldur að Vettel sé ekki að fá sama stuðning hjá Ferrari og hann fékk hjá Red Bull. „Sebastian er blíður og góður maður, ekki eins harður og Michael Schumacher eða Fernando Alonso, sem stóðu sig alltaf vel hjá Ferrari''. Samningur Vettel hjá Ferrari er til ársins 2020. Í undanförnum keppnum hefur Þjóðverjinn tapað fyrir unga og efnilega liðsfélaga sínum, Charles Leclerc, og gæti því farið svo að Vettel vilji yfirgefa liðið eftir tímabilið. Það sama gerðist árið 2014, þá kom Daniel Ricciardo í Red Bull liðið sem liðsfélagi Vettel. Ricciardo stóð sig almennt betur en Þjóðverjinn sem leiddi til þess að Sebastian skipti yfir til Ferrari.
Formúla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira