Krabbamein fer ekki í frí Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 12:12 Enn eitt sumarið er runnið upp þar sem fregnir berast af fólki sem er að bíða eftir aðgerðum, deildum sé lokað og að fólk bíði lengri tíma eftir svörum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Hvernig má það vera að á hverju ári stöndum við frammi fyrir þessari sömu staðreynd og ekkert sé gert til að bæta ástandið? Hver er ástæðan á bakvið það að loka þurfi deildum, er það í sparnaðarskyni eða fæst ekki fólk til afleysinga yfir sumartímann? Ef við stöndum frammi fyrir sömu staðreyndinni ár eftir ár þá hljótum við að geta rýnt til gagns til að gera heilbrigðiskerfið okkar starfshæft allan ársins hring. Ég vona það, trúi og tel það vera vilja okkar allra að búa við bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á allan ársins hring, sama hvenær þú þarft á henni að halda. Í vikunni birtust fréttir af konu sem var að endurgreinast og er að bíða eftir aðgerð sem ekki var hægt að flýta vegna sumarleyfa. Það að sitja heima og bíða eftir að vita hver næstu skref eru þegar þú ert með lífsógnandi sjúkdóm er hreinlega ekki boðlegt. Það er bæði erfitt líkamlega og andlega. Maður situr ekkert rólegur með kaffibollann sinn að velta fyrir sér hvenær maður verði kallaður inn í aðgerð. Það eru alls kyns hugsanir sem fara í gang. Ég geri mér grein fyrir því að vandamálið er stórt og fyrir ríkir mannekla meðal heilbrigðisstarfsfólks og krabbameinslækna en ég neita að trúa að þetta sé bara staðreynd sem verði ekki hnikað. Ef við lítum fram á veginn hljótum við að geta búið þannig um að heilbrigðiskerfið okkar sé starfhæft og geti tekið á móti fólki og þjónustað sjúklinga allan ársins hring sama hvort það sé sumar eða vetur. Orð eru til alls fyrst þess vegna fórum við í Krafti af stað með vitundarvakningu nú í júlí undir slagorðunum - Krabbamein fer ekki í frí - til að sýna fram á þá þjónustu sem er í boði yfir sumartímann og hvert sé hægt að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Með umtali sem þessu erum við ekki að reyna vekja óhug hjá fólki og við vitum að það er fullt af góðu fólki á vaktinni. Við erum hins vegar að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið okkar sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er og hvernig sem viðrar. Við skorum á stjórnvöld, velferðarráðuneytið og spítalana að taka þessi mál alvarlega til skoðunar svo við stöndum ekki frammi fyrir því ár eftir ár að ekkert sé óbreytt. Við getum öll greinst með krabbamein. Krabbamein spyr ekki um stað né stund og krabbamein fer svo sannarlega ekki í frí.Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Enn eitt sumarið er runnið upp þar sem fregnir berast af fólki sem er að bíða eftir aðgerðum, deildum sé lokað og að fólk bíði lengri tíma eftir svörum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Hvernig má það vera að á hverju ári stöndum við frammi fyrir þessari sömu staðreynd og ekkert sé gert til að bæta ástandið? Hver er ástæðan á bakvið það að loka þurfi deildum, er það í sparnaðarskyni eða fæst ekki fólk til afleysinga yfir sumartímann? Ef við stöndum frammi fyrir sömu staðreyndinni ár eftir ár þá hljótum við að geta rýnt til gagns til að gera heilbrigðiskerfið okkar starfshæft allan ársins hring. Ég vona það, trúi og tel það vera vilja okkar allra að búa við bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á allan ársins hring, sama hvenær þú þarft á henni að halda. Í vikunni birtust fréttir af konu sem var að endurgreinast og er að bíða eftir aðgerð sem ekki var hægt að flýta vegna sumarleyfa. Það að sitja heima og bíða eftir að vita hver næstu skref eru þegar þú ert með lífsógnandi sjúkdóm er hreinlega ekki boðlegt. Það er bæði erfitt líkamlega og andlega. Maður situr ekkert rólegur með kaffibollann sinn að velta fyrir sér hvenær maður verði kallaður inn í aðgerð. Það eru alls kyns hugsanir sem fara í gang. Ég geri mér grein fyrir því að vandamálið er stórt og fyrir ríkir mannekla meðal heilbrigðisstarfsfólks og krabbameinslækna en ég neita að trúa að þetta sé bara staðreynd sem verði ekki hnikað. Ef við lítum fram á veginn hljótum við að geta búið þannig um að heilbrigðiskerfið okkar sé starfhæft og geti tekið á móti fólki og þjónustað sjúklinga allan ársins hring sama hvort það sé sumar eða vetur. Orð eru til alls fyrst þess vegna fórum við í Krafti af stað með vitundarvakningu nú í júlí undir slagorðunum - Krabbamein fer ekki í frí - til að sýna fram á þá þjónustu sem er í boði yfir sumartímann og hvert sé hægt að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Með umtali sem þessu erum við ekki að reyna vekja óhug hjá fólki og við vitum að það er fullt af góðu fólki á vaktinni. Við erum hins vegar að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið okkar sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er og hvernig sem viðrar. Við skorum á stjórnvöld, velferðarráðuneytið og spítalana að taka þessi mál alvarlega til skoðunar svo við stöndum ekki frammi fyrir því ár eftir ár að ekkert sé óbreytt. Við getum öll greinst með krabbamein. Krabbamein spyr ekki um stað né stund og krabbamein fer svo sannarlega ekki í frí.Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun