Arnar Davíð Jónsson keilari úr KFR sigraði í dag á Track Open sem fram fór í München í Þýskalandi.
Mótið er hluti af Evróputúrnum og er þetta í annað sinn sem Arnar sigrar á móti á túrnum en hann vann mót í Óðinsvé í september á síðasta ári.
Arnar sem býr í Svíþjóð og spilar með Höganas BC spilaði mjög vel í dag og náði forystunni í mótinu þegar tveir leikir voru eftir.
Hann leit aldrei til baka eftir það og kláraði mótið með stæl.
Með sigrinum fór Arnar aftur á toppinn á stigalista Evróputúrsins en hann hafði fallið niður í annað sætið eftir að hafa verið efstur í nokkrar vikur.
Annar sigur Arnars á Evróputúrnum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma
Enski boltinn


Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn


Elísabet byrjar á tveimur töpum
Fótbolti




Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn
