Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 12:30 Forsætisráðherra hugnast ekki hugmyndir um einkavæðingu Íslandspósts. visir/vilhelm Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt, en málefnið hafi fallið á milli ráðuneyta í gegnum árin. Forsætisráðherra segir að breiður pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málið stórt hagsmunamál. „Ég held þetta sé ekki bara tilfinningamál af því að eignarhald á landi tengist vissulega fullveldishagsmunum og það tengist því líka að í íslenskri löggjöf jafngildir eign á landi eign á auðlindum líka. Hvort sem við erum að tala um jarðhita eða grunnvatn eða hvað sem er. Þannig að þetta er risastórt hagsmunamál fyrir Ísland samfélag. Við megum ekki horfa fram hjá því að það er gríðarlegt kapphlaup í heiminum um eignarhald á jarðnæði og auðlindum. Mér finnst umræðan vera að breytast og ég hef sagt það. Mér finnst vera að myndast ríkari pólitískur vilji til að skoða þessi mál. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt. „En síðan eru ýmis tæki og tól til að hafa betri stýringu á því hvernig landið er nýtt og hvernig eignarhaldi er háttað. Við erum t.d. ekki með í lögum núna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga sem áður var í lögum ef til að mynda jörð er seld og það eru hagsmunir sveitarfélagsins að hún haldist í einhverri tiltekinni nýtingu, þá eru þau ákvæði farin út,“ Þá sé búið að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni verða lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið. „Ég held að málið hafi liðið fyrir það að það heyri undir mörg ráðuneyti. Ég held að við eigum að horfa á þetta núna heildstætt og skoða hvað önnur ríki hafa gert, ekki síst ríkin í kringum okkur þar sem eru miklu skýrari ákvæði um heimilisfesti, búsetuskyldu, tiltekna nýtingu, forkaupsrétt og fleira. Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt, en málefnið hafi fallið á milli ráðuneyta í gegnum árin. Forsætisráðherra segir að breiður pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málið stórt hagsmunamál. „Ég held þetta sé ekki bara tilfinningamál af því að eignarhald á landi tengist vissulega fullveldishagsmunum og það tengist því líka að í íslenskri löggjöf jafngildir eign á landi eign á auðlindum líka. Hvort sem við erum að tala um jarðhita eða grunnvatn eða hvað sem er. Þannig að þetta er risastórt hagsmunamál fyrir Ísland samfélag. Við megum ekki horfa fram hjá því að það er gríðarlegt kapphlaup í heiminum um eignarhald á jarðnæði og auðlindum. Mér finnst umræðan vera að breytast og ég hef sagt það. Mér finnst vera að myndast ríkari pólitískur vilji til að skoða þessi mál. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt. „En síðan eru ýmis tæki og tól til að hafa betri stýringu á því hvernig landið er nýtt og hvernig eignarhaldi er háttað. Við erum t.d. ekki með í lögum núna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga sem áður var í lögum ef til að mynda jörð er seld og það eru hagsmunir sveitarfélagsins að hún haldist í einhverri tiltekinni nýtingu, þá eru þau ákvæði farin út,“ Þá sé búið að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni verða lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið. „Ég held að málið hafi liðið fyrir það að það heyri undir mörg ráðuneyti. Ég held að við eigum að horfa á þetta núna heildstætt og skoða hvað önnur ríki hafa gert, ekki síst ríkin í kringum okkur þar sem eru miklu skýrari ákvæði um heimilisfesti, búsetuskyldu, tiltekna nýtingu, forkaupsrétt og fleira. Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira