Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Sighvatur Jónsson skrifar 20. júlí 2019 22:00 Skjáskot úr frétt Það er hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál, segir biskup í Jerúsalem. Hann segir skiptingu Jerúsalem-borgar lykilinn að friði milli Ísraels og Palestínu. Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Á Skálholtshátíð ræðir hann meðal annars um hlutverk kirkjunnar í opinberri umræðu. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. „Það er hlutverk okkar að tengja stjórnmál við boðun fagnaðarerindisins. Oft og tíðum skortir stjórnmálin gildismat og mannkynið nýtur ekki góðs af stjórnmálastarfi heldur starfa stjórnmálamenn í eigin þágu. Það er ekki rétt. Ef kirkjan þegir um þessi mál skapar það hættu. Þar að auki er það hlutverk kirkjunnar að tala um jafnrétti kynjanna,“ segir Younan. Munib Younan hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í jafnréttismálum. Hann segir það til marks um góða stöðu mála að biskup Íslands er kona. Biskupinn hvetur til friðar milli Ísraels og Palestínu. Hann segir fæðingarborg sína Jerúsalem vera mikilvæga í því sambandi. „Það á að skipta Jerúsalem jafnt á milli þriggja trúarbragða og tveggja þjóða, þ.e.a.s gyðingdóms, kristnidóms og íslam. Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þetta þýðir líka að við viðurkennum að Vestur-Jerúsalem skuli vera höfuðborg Ísraelsríkis en Austur-Jerúsalem með landamærunum frá 1967 skuli einnig vera höfuðborg Palestínuríkis. Fólkið okkar í Palestínu er langþreytt á striði, uppreisn, átökum og daglegum morðum. Við viljum að manneskjan fái lifað með reisn. Það er markmið okkar í kirkjunni,“ segir Younan. Ísrael Palestína Trúmál Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Það er hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál, segir biskup í Jerúsalem. Hann segir skiptingu Jerúsalem-borgar lykilinn að friði milli Ísraels og Palestínu. Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Á Skálholtshátíð ræðir hann meðal annars um hlutverk kirkjunnar í opinberri umræðu. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. „Það er hlutverk okkar að tengja stjórnmál við boðun fagnaðarerindisins. Oft og tíðum skortir stjórnmálin gildismat og mannkynið nýtur ekki góðs af stjórnmálastarfi heldur starfa stjórnmálamenn í eigin þágu. Það er ekki rétt. Ef kirkjan þegir um þessi mál skapar það hættu. Þar að auki er það hlutverk kirkjunnar að tala um jafnrétti kynjanna,“ segir Younan. Munib Younan hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í jafnréttismálum. Hann segir það til marks um góða stöðu mála að biskup Íslands er kona. Biskupinn hvetur til friðar milli Ísraels og Palestínu. Hann segir fæðingarborg sína Jerúsalem vera mikilvæga í því sambandi. „Það á að skipta Jerúsalem jafnt á milli þriggja trúarbragða og tveggja þjóða, þ.e.a.s gyðingdóms, kristnidóms og íslam. Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þetta þýðir líka að við viðurkennum að Vestur-Jerúsalem skuli vera höfuðborg Ísraelsríkis en Austur-Jerúsalem með landamærunum frá 1967 skuli einnig vera höfuðborg Palestínuríkis. Fólkið okkar í Palestínu er langþreytt á striði, uppreisn, átökum og daglegum morðum. Við viljum að manneskjan fái lifað með reisn. Það er markmið okkar í kirkjunni,“ segir Younan.
Ísrael Palestína Trúmál Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00
Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent