Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 19:15 Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð AÐSEND MYND Talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans. Hann segir landeigendur íhuga að fara með málið lengra og leita réttar síns. Undirbúningur vegna framkvæmda við virkjunina hefst á mánudag. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir vonbrigði að framkvæmdir eigi að hefjast áður en efnismeðferð kæranna liggur fyrir. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þær framkvæmdir sem farið verði íá næstunni séu minniháttar og afturkræfar. Guðmundur er þó ósammála Birnu og segir framkvæmdirnar þvert á móti óafturkræfar. „Allt tal um afturkræfni er náttúrulega bara algjört bull og því verður að vísa til föðurhúsanna,“ sagði Guðmundur Arngrímsson, talsmaður landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð. Greint hefur verið frá því að umhverfisverndarsinnar íhugi að mótmæla framkvæmdunum með því að leggjast á vinnuvélar á svæðinu. Birna segir að hlustað hafi veriðá rök þeirra. „Á þessum tíma sem liðinn er frá því að umhverfismatinu lauk þá höfum við breytt hönnun virkjunarinnar umtalsvert, allt til bóta fyrir umhverfið og í rauninni öll okkar vinna miðar að því að gera fótspor þessarar virkjunar sem minnst,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks.Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTGuðmundur segir að með framkvæmdunum sé brotið á rétti landeigenda. „Stór hluti leiðarinnar liggur þessi vegur í gegnum Seljaneslandið sem er í eigu fjölskyldu minnar. Þessi vegagerð og þessar fyrirhuguðu framkvæmdir þær hafa ekki farið í grenndarkynningu sem er mjög alvarlegt brot á skipulagslöggjöfinni. Við munum að sjálfsögðu virkja okkar rétt til þess að veita þessari framkvæmd andmælum þarna ef verið að fara inn á einkaland og ekkert samráð eða grenndarkynning verið viðhöfð og við munum fara fram á það. Ef ekki nægir að fara fram á það við skipulagsnefndar Árneshrepps þá munum við fara með málið lengra,“ sagði Guðmundur Arngrímsson.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans. Hann segir landeigendur íhuga að fara með málið lengra og leita réttar síns. Undirbúningur vegna framkvæmda við virkjunina hefst á mánudag. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir vonbrigði að framkvæmdir eigi að hefjast áður en efnismeðferð kæranna liggur fyrir. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þær framkvæmdir sem farið verði íá næstunni séu minniháttar og afturkræfar. Guðmundur er þó ósammála Birnu og segir framkvæmdirnar þvert á móti óafturkræfar. „Allt tal um afturkræfni er náttúrulega bara algjört bull og því verður að vísa til föðurhúsanna,“ sagði Guðmundur Arngrímsson, talsmaður landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð. Greint hefur verið frá því að umhverfisverndarsinnar íhugi að mótmæla framkvæmdunum með því að leggjast á vinnuvélar á svæðinu. Birna segir að hlustað hafi veriðá rök þeirra. „Á þessum tíma sem liðinn er frá því að umhverfismatinu lauk þá höfum við breytt hönnun virkjunarinnar umtalsvert, allt til bóta fyrir umhverfið og í rauninni öll okkar vinna miðar að því að gera fótspor þessarar virkjunar sem minnst,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks.Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTGuðmundur segir að með framkvæmdunum sé brotið á rétti landeigenda. „Stór hluti leiðarinnar liggur þessi vegur í gegnum Seljaneslandið sem er í eigu fjölskyldu minnar. Þessi vegagerð og þessar fyrirhuguðu framkvæmdir þær hafa ekki farið í grenndarkynningu sem er mjög alvarlegt brot á skipulagslöggjöfinni. Við munum að sjálfsögðu virkja okkar rétt til þess að veita þessari framkvæmd andmælum þarna ef verið að fara inn á einkaland og ekkert samráð eða grenndarkynning verið viðhöfð og við munum fara fram á það. Ef ekki nægir að fara fram á það við skipulagsnefndar Árneshrepps þá munum við fara með málið lengra,“ sagði Guðmundur Arngrímsson.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30