Sport

Erna Sóley með næstlengsta kastið í undanúrslitunum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erna Sóley keppir í úrslitum í fyrramálið.
Erna Sóley keppir í úrslitum í fyrramálið. Mynd/Kristófer Þorgrímsson
Erna Sóley Gunnarsdóttir var með næstlengsta kastið í undanúrslitum í kúluvarpi á EM U-20 ára í frjálsum íþróttum sem fer fram í Borås í Svíþjóð.

Erna Sóley kastaði 15,85 metra í þriðja kastinu sínu sem var hennar langbesta. Í fyrstu tilraun kastaði hún 15,04 metra og 15,08 metra í annarri tilraun.

Þriðja kastið hjá Ernu Sóleyju má sjá hér fyrir neðan.





Erna Sóley var með besta kastið í B-riðli. Hollendingurinn Jorinde van Klinken var með besta kastið í A-riðli og besta kastið í undanúrslitunum (16,90 metrar).

Úrslitin í kúluvarpi hefjast klukkan 08:30 á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×