Forstjóri segir einfalt að réttlæta ákvarðanir Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. júlí 2019 07:15 Airbus-þota ALC yfirgefur Keflavíkurflugvöll í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar. „Þetta eru ákveðin kaflaskil þegar vélin fer frá Íslandi. Það breytir náttúrulega stöðunni talsvert,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, en Airbus-þota bandaríska félagsins ALC hélt af landi brott í gær. Vélin hafði þá verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í lok mars sem trygging fyrir ógreiddum skuldum WOW við Isavia upp á um tvo milljarða króna. Sveinbjörn segir stöðu Isavia til að innheimta skuldina eiga eftir að skýrast en hún hafi veikst. „Þá stöndum við bara frammi fyrir því að þurfa að afskrifa þessa fjármuni. Það mun ekki hafa einhver afgerandi áhrif á rekstur Isavia til framtíðar. Við stöndum fjárhagslega mjög vel og þolum það vel að afskrifa þessa fjármuni,“ segir Sveinbjörn. Vissulega sé um risastóra upphæð að ræða en það skipti miklu máli að þarna sé ekki um fjármuni að ræða sem Isavia þurfi að reiða fram heldur einfaldlega tekjur sem ekki náist að innheimta. Ekki megi heldur gleyma því að á síðustu níu mánuðunum í lífi WOW sem oft séu kallaðir hinir krítísku mánuðir hafi Isavia haft óflugtengdar tekjur af farþegum WOW. „Við erum búin að reikna það út að það eru líka tveir milljarðar. Það skilar sér inn á bankareikninginn.“ Aðspurður segir Sveinbjörn að hægt sé að draga lærdóma af málinu. „Ég efast um það að við munum nokkurn tímann aftur fara með vanskil upp í þessa tölu. Ég held líka að við munum ekki aftur láta líða svona langan tíma þangað til við grípum inn í.“ Sveinbjörn segir að miðað við þær upplýsingar sem legið hafi fyrir á hverjum tíma myndi hann taka sömu ákvörðun aftur. „Það þarf að setja allt þetta mál í stærra samhengi. Þetta er ofboðslega langur tími sem líður frá því að WOW air byrjar sitt fjármögnunarverkefni þangað til félagið fer endanlega á hliðina.“ Allar ákvarðanir hafi verið teknar með upplýstum hætti og verið viðskiptalegs eðlis. „Við sjáum bara áhrifin hérna þegar WOW air fellur. Það er mjög einfalt fyrir okkur að réttlæta það að þessar ákvarðanir voru viðskiptalega réttar.“ Það hafi verið margir kröfuhafar í kringum WOW sem hafi einhvern veginn verið samstiga um það að verða ekki þúfan sem velti hlassinu. Sveinbjörn tók við starfi forstjóra Isavia fyrir rúmum mánuði. Þá hafði hann gegnt starfinu tímabundið ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra frá því að Björn Óli Hauksson lét af störfum um miðjan apríl. Áður var Sveinbjörn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia. „Ég ætla alls ekkert að skafa utan af því að ég var upp fyrir haus í öllum þessum ákvörðunum frá a til ö. Ég held alls ekki að það sé hægt að kalla einhvern einn eða einhverja hópa til einhverrar sérstakrar ábyrgðar. Ég tel enn þá að við höfum verið réttu megin við strikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00 Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. 19. júlí 2019 12:00 Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. 19. júlí 2019 11:00 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar. „Þetta eru ákveðin kaflaskil þegar vélin fer frá Íslandi. Það breytir náttúrulega stöðunni talsvert,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, en Airbus-þota bandaríska félagsins ALC hélt af landi brott í gær. Vélin hafði þá verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í lok mars sem trygging fyrir ógreiddum skuldum WOW við Isavia upp á um tvo milljarða króna. Sveinbjörn segir stöðu Isavia til að innheimta skuldina eiga eftir að skýrast en hún hafi veikst. „Þá stöndum við bara frammi fyrir því að þurfa að afskrifa þessa fjármuni. Það mun ekki hafa einhver afgerandi áhrif á rekstur Isavia til framtíðar. Við stöndum fjárhagslega mjög vel og þolum það vel að afskrifa þessa fjármuni,“ segir Sveinbjörn. Vissulega sé um risastóra upphæð að ræða en það skipti miklu máli að þarna sé ekki um fjármuni að ræða sem Isavia þurfi að reiða fram heldur einfaldlega tekjur sem ekki náist að innheimta. Ekki megi heldur gleyma því að á síðustu níu mánuðunum í lífi WOW sem oft séu kallaðir hinir krítísku mánuðir hafi Isavia haft óflugtengdar tekjur af farþegum WOW. „Við erum búin að reikna það út að það eru líka tveir milljarðar. Það skilar sér inn á bankareikninginn.“ Aðspurður segir Sveinbjörn að hægt sé að draga lærdóma af málinu. „Ég efast um það að við munum nokkurn tímann aftur fara með vanskil upp í þessa tölu. Ég held líka að við munum ekki aftur láta líða svona langan tíma þangað til við grípum inn í.“ Sveinbjörn segir að miðað við þær upplýsingar sem legið hafi fyrir á hverjum tíma myndi hann taka sömu ákvörðun aftur. „Það þarf að setja allt þetta mál í stærra samhengi. Þetta er ofboðslega langur tími sem líður frá því að WOW air byrjar sitt fjármögnunarverkefni þangað til félagið fer endanlega á hliðina.“ Allar ákvarðanir hafi verið teknar með upplýstum hætti og verið viðskiptalegs eðlis. „Við sjáum bara áhrifin hérna þegar WOW air fellur. Það er mjög einfalt fyrir okkur að réttlæta það að þessar ákvarðanir voru viðskiptalega réttar.“ Það hafi verið margir kröfuhafar í kringum WOW sem hafi einhvern veginn verið samstiga um það að verða ekki þúfan sem velti hlassinu. Sveinbjörn tók við starfi forstjóra Isavia fyrir rúmum mánuði. Þá hafði hann gegnt starfinu tímabundið ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra frá því að Björn Óli Hauksson lét af störfum um miðjan apríl. Áður var Sveinbjörn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia. „Ég ætla alls ekkert að skafa utan af því að ég var upp fyrir haus í öllum þessum ákvörðunum frá a til ö. Ég held alls ekki að það sé hægt að kalla einhvern einn eða einhverja hópa til einhverrar sérstakrar ábyrgðar. Ég tel enn þá að við höfum verið réttu megin við strikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00 Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. 19. júlí 2019 12:00 Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. 19. júlí 2019 11:00 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00
Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. 19. júlí 2019 12:00
Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. 19. júlí 2019 11:00
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54