Enski boltinn

Nýjasti framherji Liverpool gerði grín að Harry Kane en biðst nú afsökunar á myndbandinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elliott í leik með Liverpool gegn Napoli á dögunum.
Elliott í leik með Liverpool gegn Napoli á dögunum. vísir/getty
Harvey Elliott, nýjasti framherji Liverpool, hefur beðist afsökunar á myndbandi sem gekk eins og eldur í sinu um netheima í gær.

Elliott, sem kom frá Fulham til Evrópumeistaranna í síðustu viku, gerði grín að Harry Kane í myndbandinu sem var tekið eftir sigur Liverpool á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Framherjinn ungi, sem er einungis sextán ára gamall, var fljótur til í gær og baðst afsökunar á myndbandinu og sagðist vera mjög sorgmæddur yfir myndbandinu.







„Ég geri mér grein fyrir því að hegðun mín var óþroskuð vitlaus. Myndbandið var tekið í góðra vina hópi og var ekki ætlað einhverjum sérstökum,“ sagði Elliott og bætti við:

„Ég vil biðjast innilegrar afsökunar ef myndbandið sem gengur nú um netið hefur snert einhvern.“

Elliott er yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er hann kom við sögu hjá Fulham á síðustu leiktíð en hann er nú genginn í raðir þeirra rauðklæddu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×