Keppendur vita enn ekki hvernig fyrsta grein heimsleikanna verður: „Ég vil bara fá að vita eitthvað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:00 Oddrún Eik Gylfadóttir Skjámynd/Youtube/Morning Chalk Up Keppendur á heimsleikunum í CrossFit vita enn ekki hvernig fyrsta greinin á leikunum í ár lítur út og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna meðal íþróttafólksins. Heimsleikarnir í CrossFit 2019 hefjast á morgun en þeir verða í beinni hér á Vísi sem og á Stöð 2 Sport. CrossFit hélt kvöldverð með öllum keppendum í gærkvöldi og þar er venjan að Dave Castro, hæstráðandi CrossFit samtakanna, tilkynni um komandi greinar á leikunum. CrossFit er óvenjuleg íþrótt að því leiti að keppendur geta ekki undirbúið sig fyrir ákveðnar greinar. Þær eru tilkynntar jafnóðum á meðan leikunum stendur. Dave Castro jók enn á spennuna í nótt þegar hann sagði ekkert um fyrstu greinina í ræðu sinni á kvöldverði keppenda. Hann gerði sig líklegan til að fara að segja frá henni en það var bara til að stríða spenntum keppendum. „Við munum tilkynna það síðar hvernig fyrsta greinin verður,“ sagði Dave Castro. Hann var líka óvenju stuttorður og bauð aðeins keppendur velkomna til Madison og að þeir myndu njóta kvöldverðarins. Það er enn meiri spennan en áður fyrir fyrstu greininni því aðeins 75 karlar og 75 konur komast áfram úr henni. 148 karlar og 134 konur keppa í einstaklingskeppnunum í ár í stað 40 og 40 áður. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Oddrún Eik Gylfadóttir er ein af fimm íslenskum konum sem keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og hún fór í viðtal hjá „Morning Chalk Up“ þar sem spurt var út í biðina eftir að fá að vita eitthvað um fyrstu greinina. „Ég var að vonast til að fá einhverja vísbendingu. Ég vil bara fá að vita eitthvað,“ sagði Oddrún Eik en það má sjá viðtalið við hana í myndbandinu hér fyrir neðan. „Morning Chalk Up“ setti saman myndband frá kvöldverðinum í gær og viðtalið við okkar konu kemur eftir 3 mínútur og 38 sekúndur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Keppendur á heimsleikunum í CrossFit vita enn ekki hvernig fyrsta greinin á leikunum í ár lítur út og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna meðal íþróttafólksins. Heimsleikarnir í CrossFit 2019 hefjast á morgun en þeir verða í beinni hér á Vísi sem og á Stöð 2 Sport. CrossFit hélt kvöldverð með öllum keppendum í gærkvöldi og þar er venjan að Dave Castro, hæstráðandi CrossFit samtakanna, tilkynni um komandi greinar á leikunum. CrossFit er óvenjuleg íþrótt að því leiti að keppendur geta ekki undirbúið sig fyrir ákveðnar greinar. Þær eru tilkynntar jafnóðum á meðan leikunum stendur. Dave Castro jók enn á spennuna í nótt þegar hann sagði ekkert um fyrstu greinina í ræðu sinni á kvöldverði keppenda. Hann gerði sig líklegan til að fara að segja frá henni en það var bara til að stríða spenntum keppendum. „Við munum tilkynna það síðar hvernig fyrsta greinin verður,“ sagði Dave Castro. Hann var líka óvenju stuttorður og bauð aðeins keppendur velkomna til Madison og að þeir myndu njóta kvöldverðarins. Það er enn meiri spennan en áður fyrir fyrstu greininni því aðeins 75 karlar og 75 konur komast áfram úr henni. 148 karlar og 134 konur keppa í einstaklingskeppnunum í ár í stað 40 og 40 áður. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Oddrún Eik Gylfadóttir er ein af fimm íslenskum konum sem keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og hún fór í viðtal hjá „Morning Chalk Up“ þar sem spurt var út í biðina eftir að fá að vita eitthvað um fyrstu greinina. „Ég var að vonast til að fá einhverja vísbendingu. Ég vil bara fá að vita eitthvað,“ sagði Oddrún Eik en það má sjá viðtalið við hana í myndbandinu hér fyrir neðan. „Morning Chalk Up“ setti saman myndband frá kvöldverðinum í gær og viðtalið við okkar konu kemur eftir 3 mínútur og 38 sekúndur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30