Enski boltinn

Manchester United búið að ferðast 25 þúsund kílómetra á undirbúningstímabilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba og félagar fagna sigurmarki Juan Mata í gærkvöldi.
Pogba og félagar fagna sigurmarki Juan Mata í gærkvöldi. vísir/getty
Leikmenn og starfsfólk Manchester United hefur ferðast heimshornanna á milli í undirbúningi sínum fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, og lærisveinar hans búa sig nú undir komandi leiktíð en undirbúningurinn hófst í Ástralíu þann 13. júlí með 2-0 sigri á Perth Glory.

Fjórum dögum síðar vann liðið 4-0 sigur á Leeds, einnig í Ástralíu, en þaðan lá leiðin til Singapore þar sem 1-0 sigur vannst á Inter Milan með marki Mason Greenwood.





Frá Singapúr í Kína var næsti áfangastaður Sjanghæ. Þar unnu þeir 2-1 sigur á Tottenham þann 25. júlí en skömmu eftir þann leik lágu leiðirnar á heimaslóðir stjórans.

United spilar nefnilega í gærkvöldi gegn uppeldisfélagi Solskjær, Kristiansund, en leikurinn fór fram á Ullevaal leikvanginum í Osló.

Sigurmarkið skoraði Juan Mata í uppbótartíma en eftir öll þessi ferðilög hefur United ferðast rétt rúmlega 25 þúsund kílómetra.

Það er eins gott að leikmenn Manchester United líði vel í glæsilegum þotum sem liðið býður upp á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×