Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. júlí 2019 06:00 Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil. Fréttablaðið/ERNIR Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumótaappinu Tinder hefur verið grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilisfangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og reglur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fangelsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé eingöngu ætlað að svala forvitni tiltekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vitundar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upplýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjölskylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunnars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fjölmiðlar Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumótaappinu Tinder hefur verið grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilisfangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og reglur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fangelsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé eingöngu ætlað að svala forvitni tiltekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vitundar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upplýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjölskylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunnars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fjölmiðlar Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira