Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2019 18:20 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. Á fundi sínum í dag fóru þau yfir innsendar athugasemdir þeirra þingmanna Miðflokksins sem í hlut eiga. Þau munu funda aftur síðar í vikunni, en í samtali við fréttastofu binda þau vonir við að hægt verði að gera álit siðanefndar opinbert fyrir helgi. Þingmönnum Miðflokksins sem í hlut eiga verður kynnt niðurstaðan áður en hún verður gerð opinber. Þau segja þorra þeirrar vinnu sem eftir er við álitið snúast að uppsetningu og orðalagi. Niðurstaða forsætisnefndar mun ekki hafa neinar bindandi afleiðingar. Þannig hefur hún engin áhrif á þingsetu þeirra sex þingmanna sem eiga í hlut, en þjónar heldur tilgangi sínum sem ákveðinn leiðarvísir um hvað telst óæskileg hegðun þingmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er eini þingmaðurinn sem hingað til hefur gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Eins og áður segir mun þeim sex þingmönnum Miðflokksins sem eiga í hlut, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Gunnari Braga Sveinssyni, Karli Gauta Hjaltasyni, Ólafi Ísleifssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bergþóri Ólasyni vera gert ljóst um niðurstöðu nefndarinnar áður en hún verður gerð opinbert. Stefnt er að því að niðurstaða forsætisnefndar verði gerð opinber fyrir helgi. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33 Miðflokksmenn skiluðu inn andsvörum Varaforsetar Alþingis taka nú málið fyrir. 29. júlí 2019 10:22 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. Á fundi sínum í dag fóru þau yfir innsendar athugasemdir þeirra þingmanna Miðflokksins sem í hlut eiga. Þau munu funda aftur síðar í vikunni, en í samtali við fréttastofu binda þau vonir við að hægt verði að gera álit siðanefndar opinbert fyrir helgi. Þingmönnum Miðflokksins sem í hlut eiga verður kynnt niðurstaðan áður en hún verður gerð opinber. Þau segja þorra þeirrar vinnu sem eftir er við álitið snúast að uppsetningu og orðalagi. Niðurstaða forsætisnefndar mun ekki hafa neinar bindandi afleiðingar. Þannig hefur hún engin áhrif á þingsetu þeirra sex þingmanna sem eiga í hlut, en þjónar heldur tilgangi sínum sem ákveðinn leiðarvísir um hvað telst óæskileg hegðun þingmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er eini þingmaðurinn sem hingað til hefur gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Eins og áður segir mun þeim sex þingmönnum Miðflokksins sem eiga í hlut, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Gunnari Braga Sveinssyni, Karli Gauta Hjaltasyni, Ólafi Ísleifssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bergþóri Ólasyni vera gert ljóst um niðurstöðu nefndarinnar áður en hún verður gerð opinbert. Stefnt er að því að niðurstaða forsætisnefndar verði gerð opinber fyrir helgi.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33 Miðflokksmenn skiluðu inn andsvörum Varaforsetar Alþingis taka nú málið fyrir. 29. júlí 2019 10:22 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33